Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2024 12:06 Útibú Lyfjavals í Reykjanesbæ. Þar er bæði hægt að ganga inn, eða fá lyf afgreidd um bílalúgu. Vísir/Vilhelm Forstjóri hjá Skel fjárfestingafélagi hafnar því að Lyfjaval hafi brotið samkeppnisreglur, með því að einbeita sér í auknum mæli að rekstri bílaapóteka. Ráðist var í athugun hjá félaginu í gær, vegna gruns um markaðsskiptingu. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, réðist í gær í athugun hjá Skel fjárfestingafélagi. Athugunin beindist að starafsemi Lyfjavals ehf, sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. „Það er ekki mjög ítarlegt, skjalið sem okkur var birt. En í grunninn virðist þetta snúast um það að eftirlitið telji tvenns konar markað vera með apótek vera hér á Íslandi. Sem sagt annars vegar bílaapótek og hins vegar þessi hefðbundnu apótek,“ segir Ásgeir. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Öll apótekin líka hefðbundin Lyfjaval rekur sjö apótek, þar af fimm með bílalúgu. „En málið er núi samt það að samkvæmt íslenskum reglum verður að vera hægt að fara inn í apótekin. Þannig að öll bílalúguapótekin okkar eru líka hefðbundin apótek.“ ESA virðist líta svo á að með því að Lyfjaval horfi frekar til reksturs bílalúguapóteka, sé verið að skipta upp markaðnum. „Að öðrum sé eftirlátið að reka þessu hefðbundnu apótek, þar eru tveir mjög stórir risar, og að Lyfjaval sé að fókusa á bílaapótek. Að í því felist markaðsskipting.“ Engin þörf á lögreglunni, sem ekki kom Ásgeir segir engar reglur hafa verið brotnar. „Ég er alveg sannfærður um það að niðurstaðan úr þessari athugun verði að Lyfjaval hafi engin lög brotið.“ Hann segir þá ekki rétt að lögreglan hafi tekið þátt í athuguninni, líkt og greint hafði verið frá. „Það hafa engir lögreglumenn komið á skrifstofu Lyfjavals eða Skel, enda hefði ekki verið nokkuð einasta þörf á þeim. Við höfum afhent öll gögn sem ESA hefur beðið um að fá að athuga, og þar við situr,“ segir Ásgeir. Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Lyf Tengdar fréttir Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, réðist í gær í athugun hjá Skel fjárfestingafélagi. Athugunin beindist að starafsemi Lyfjavals ehf, sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. „Það er ekki mjög ítarlegt, skjalið sem okkur var birt. En í grunninn virðist þetta snúast um það að eftirlitið telji tvenns konar markað vera með apótek vera hér á Íslandi. Sem sagt annars vegar bílaapótek og hins vegar þessi hefðbundnu apótek,“ segir Ásgeir. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Öll apótekin líka hefðbundin Lyfjaval rekur sjö apótek, þar af fimm með bílalúgu. „En málið er núi samt það að samkvæmt íslenskum reglum verður að vera hægt að fara inn í apótekin. Þannig að öll bílalúguapótekin okkar eru líka hefðbundin apótek.“ ESA virðist líta svo á að með því að Lyfjaval horfi frekar til reksturs bílalúguapóteka, sé verið að skipta upp markaðnum. „Að öðrum sé eftirlátið að reka þessu hefðbundnu apótek, þar eru tveir mjög stórir risar, og að Lyfjaval sé að fókusa á bílaapótek. Að í því felist markaðsskipting.“ Engin þörf á lögreglunni, sem ekki kom Ásgeir segir engar reglur hafa verið brotnar. „Ég er alveg sannfærður um það að niðurstaðan úr þessari athugun verði að Lyfjaval hafi engin lög brotið.“ Hann segir þá ekki rétt að lögreglan hafi tekið þátt í athuguninni, líkt og greint hafði verið frá. „Það hafa engir lögreglumenn komið á skrifstofu Lyfjavals eða Skel, enda hefði ekki verið nokkuð einasta þörf á þeim. Við höfum afhent öll gögn sem ESA hefur beðið um að fá að athuga, og þar við situr,“ segir Ásgeir.
Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Lyf Tengdar fréttir Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. 14. október 2024 16:46
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent