Stemningin „eftir atvikum ágæt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 17:43 Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja skiptingu ráðuneyta Vinstri grænna fyrir forseta á ríkisráðsfundi á morgun, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 18. Hann segir ráðherra VG samt sem áður verða áfram ráðherrar. Bjarni tekur við matvælaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, sem áður tilheyrðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherrum VG. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneyti sem hefur tilheyrt Svandísi Svavarsdóttur formanni VG. Þessar ráðstafanir eru gerðar innan ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að kosningum. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í gær en síðdegis í dag var síðasti fundur ríkisstjórnar flokkanna þriggja haldinn. Bjarni ætlar að leggja fyrrgreinda skiptingu fyrir forsetann á morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fund sagði hann að sátt hafi verið innan stjórnar um skiptinguna. „Það var ágætis sátt,“ segir Bjarni. Ríkisráðsfundur verði haldinn með forseta á morgun, þar sem hann vonast til að þessi lausn verði staðfest. Á meðan starfstjórnin starfi verði ráðherrar VG hins vegar enn tæknilega ráðherrar. „Það er í sjálfu sér meginregla að það er alltaf einhver ráðherra í málaflokkum, eins og fram kemur í forsetaúrskurði.“ Stemningin á síðasta fundinum hafi verið „eftir atvikum ágæt“. Nú sé markmiðið að klára fjárlagafrumvarp og einbeita sér að kosningum. „Á þessum fundi var farið yfir formsatriðin varðandi starfstjórnir, hvað þær gera og hvert þeirra hlutverk er. Við hyggjumst síðan í starfstjórninni halda fundi til að undirbúa tillögur fyrir þingið vegna fjárlaganna sérstaklega.“ Sigurður Ingi segir sömuleiðis að samkomulag hafi verið um þessar ráðstafanir. Ofan á þeirra eigin starfskyldur bætist við að klára verkefni sem lagt hefur verið upp með. „Eins og á flestum ríkisstjórnarfundum var andrúmsloftið ágætt, við erum manneskjur sem berum virðinu fyrir hvort öðru þó við séum með ólíkar skoðanir,“ segir Sigurður Ingi. Það sé sárt að sjá samstarf þessara flokka ljúka með þessum hætti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Bjarni tekur við matvælaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, sem áður tilheyrðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherrum VG. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneyti sem hefur tilheyrt Svandísi Svavarsdóttur formanni VG. Þessar ráðstafanir eru gerðar innan ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að kosningum. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í gær en síðdegis í dag var síðasti fundur ríkisstjórnar flokkanna þriggja haldinn. Bjarni ætlar að leggja fyrrgreinda skiptingu fyrir forsetann á morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fund sagði hann að sátt hafi verið innan stjórnar um skiptinguna. „Það var ágætis sátt,“ segir Bjarni. Ríkisráðsfundur verði haldinn með forseta á morgun, þar sem hann vonast til að þessi lausn verði staðfest. Á meðan starfstjórnin starfi verði ráðherrar VG hins vegar enn tæknilega ráðherrar. „Það er í sjálfu sér meginregla að það er alltaf einhver ráðherra í málaflokkum, eins og fram kemur í forsetaúrskurði.“ Stemningin á síðasta fundinum hafi verið „eftir atvikum ágæt“. Nú sé markmiðið að klára fjárlagafrumvarp og einbeita sér að kosningum. „Á þessum fundi var farið yfir formsatriðin varðandi starfstjórnir, hvað þær gera og hvert þeirra hlutverk er. Við hyggjumst síðan í starfstjórninni halda fundi til að undirbúa tillögur fyrir þingið vegna fjárlaganna sérstaklega.“ Sigurður Ingi segir sömuleiðis að samkomulag hafi verið um þessar ráðstafanir. Ofan á þeirra eigin starfskyldur bætist við að klára verkefni sem lagt hefur verið upp með. „Eins og á flestum ríkisstjórnarfundum var andrúmsloftið ágætt, við erum manneskjur sem berum virðinu fyrir hvort öðru þó við séum með ólíkar skoðanir,“ segir Sigurður Ingi. Það sé sárt að sjá samstarf þessara flokka ljúka með þessum hætti.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira