Pogba segir að danssagan sé lygi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 14:31 Paul Pogba tekur dansspor. getty/Visionhaus Paul Pogba segir ekkert til í sögu Waynes Rooney um að þeir Jesse Lingard hafi dansað inni í búningsklefa Manchester United eftir tap. Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira