Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2024 16:23 Tómas A. Tómasson á nóg inni og er að lifa æskudrauminn. vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. „Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
„Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira