„Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2024 19:57 Feðgarnir Jón K. Jacobsen og Geir Örn Jacobsen hafa báðir glímt við fíknivanda. Vísir/Einar Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir. Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir.
Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira