Cheryl kvartar yfir fjölmiðlaumfjöllun um Liam Payne Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 21:53 Liam og Cheryl voru par 2016 til 2018, og saman eiga þau strákinn Bear. Getty Cheryl Ann Tweedy, söng- og sjónvarpskona og barnsmóðir Liam Payne, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um dauða Liams í færslu á Instagram í dag. Nú muni sonur þeirra aldrei sjá föður sinn aftur. Liam Payne, fyrrverandi söngvari strákahljómsveitarinnar One direction, lést í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Liam og Cheryl voru saman árin 2016 til 2018, og eiga saman sjö ára strák sem heitir Bear. „Nú þegar heimurinn hefur hrunið og ég reyni að feta mig áfram á þessum skelfilega tíma vil ég minna fólk vinsamlegast á það að við höfum tapað mannslífi,“ segir hún á Instagram, í lauslegri þýðingu. View this post on Instagram A post shared by Cheryl (@cherylofficial) „Liam var ekki bara poppstjarna, hann var sonur, bróðir, frændi, kær vinur og faðir sonar síns. Sonar sem fær aldrei að sjá föður sinn á ný,“ segir hún. „Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ segir Cheryl. Hún biðlar til fjölmiðla að íhuga vandlega hvaða tilgangi slíkar fréttir þjóna, öðrum en að særa fólk sem stóð honum nærri. Simon Cowell miður sín Simon Cowell, frægi dómarinn í X-factor, minnist Liams einnig í færslu á Instagram í dag. Liam Payne tók tvisvar sinnum þátt í X-factor sem unglingur, áður en hljómsveitin One direction varð til. „Liam, ég er algjörlega miður mín. Ég er tómur að innan. Ég vil að allir viti hversu mikið ég virði þig og elska,“ segir hann meðal annars. „Ég þurfti að segja þér þegar þú varst 14 ára að þetta væri ekki þinn tími, og við lofuðum báðir að við myndum hittast aftur. Margir hefðu gefist upp. Það gerðir þú ekki. Þú komst aftur og nokkrum mánuðum síðar þekktu allir Liam Payne,“ segir Simon. View this post on Instagram A post shared by Simon Cowell (@simoncowell) Andlát Liam Payne Hollywood Bretland Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
Liam Payne, fyrrverandi söngvari strákahljómsveitarinnar One direction, lést í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Liam og Cheryl voru saman árin 2016 til 2018, og eiga saman sjö ára strák sem heitir Bear. „Nú þegar heimurinn hefur hrunið og ég reyni að feta mig áfram á þessum skelfilega tíma vil ég minna fólk vinsamlegast á það að við höfum tapað mannslífi,“ segir hún á Instagram, í lauslegri þýðingu. View this post on Instagram A post shared by Cheryl (@cherylofficial) „Liam var ekki bara poppstjarna, hann var sonur, bróðir, frændi, kær vinur og faðir sonar síns. Sonar sem fær aldrei að sjá föður sinn á ný,“ segir hún. „Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ segir Cheryl. Hún biðlar til fjölmiðla að íhuga vandlega hvaða tilgangi slíkar fréttir þjóna, öðrum en að særa fólk sem stóð honum nærri. Simon Cowell miður sín Simon Cowell, frægi dómarinn í X-factor, minnist Liams einnig í færslu á Instagram í dag. Liam Payne tók tvisvar sinnum þátt í X-factor sem unglingur, áður en hljómsveitin One direction varð til. „Liam, ég er algjörlega miður mín. Ég er tómur að innan. Ég vil að allir viti hversu mikið ég virði þig og elska,“ segir hann meðal annars. „Ég þurfti að segja þér þegar þú varst 14 ára að þetta væri ekki þinn tími, og við lofuðum báðir að við myndum hittast aftur. Margir hefðu gefist upp. Það gerðir þú ekki. Þú komst aftur og nokkrum mánuðum síðar þekktu allir Liam Payne,“ segir Simon. View this post on Instagram A post shared by Simon Cowell (@simoncowell)
Andlát Liam Payne Hollywood Bretland Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira