Íslenski hópurinn sem tekur fyrstu skrefin að EM 2026 Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:44 Ísland hefur verið fastagestur á EM frá aldamótum og ekki útlit fyrir að það breytist í bili. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið landsliðshópinn sem í næsta mánuði byrjar nýja undankeppni fyrir EM 2026. Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36) Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti