Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 11:46 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. Í samandregnum árshlutareikningi Landsbankans, sem var birtur í dag, segir að hagnaður samstæðu Landsbankans hafi numið 26,9 milljörðum króna á árinu en hafi numið 22,4 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár hafi verið 11,7 prósent, samanborið við 10,5 prósent í fyrra, en bankinn hafi væntingar um að arðsemin á fjárhagsárinu verði á bilinu 11 til 13 prósent. Hlutfall kostnaðar af tekjum hafi verið 32,3 prósent, samanborið við 34,6 prósent í fyrra. Góð ávöxtun í háu vaxtaumhverfi Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu hafi numið 44.090 milljónum króna og haldi áfram að aukast með góðri ávöxtun lausafjár í háu vaxtaumhverfi ásamt því sem efnahagsreikningur bankans fari stækkandi. Aukning hreinna vaxtatekna nemi 3,1 prósent á milli ára. Hreinar þjónustutekjur hafi numið 8.068 milljónum króna og dragist saman um 0,2 prósent á milli ára. Hreinn hagnaður af fjáreignum og fjárskuldum á gangvirði hafi numið 7.502 milljónum króna, samanborið við 2.251 milljónir króna í fyrra, og sé tilkominn vegna hækkunar bæði á gangvirði hlutabréfa og skuldabréfa. Starfmönnum fækkaði um níu Hrein virðisrýrnun fjáreigna hafi numið 2.018 milljónum króna á tímabilinu en 1.839 milljónum krónum í fyrra. Laun og launatengd gjöld hafi numið 12.005 milljónum króna og aukist um 4,1 prósetn á milli ára, einkum vegna samningsbundinna launahækkana. Meðalfjöldi ársverka á tímabilinu hafi verið 807, samanborið við 816 í fyrra. Bankinn í sókn Í tilkynningu bankans til Kauphallar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að uppgjörið endurspegli traustan rekstur og aukin umsvif. „Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.“ Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Í samandregnum árshlutareikningi Landsbankans, sem var birtur í dag, segir að hagnaður samstæðu Landsbankans hafi numið 26,9 milljörðum króna á árinu en hafi numið 22,4 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár hafi verið 11,7 prósent, samanborið við 10,5 prósent í fyrra, en bankinn hafi væntingar um að arðsemin á fjárhagsárinu verði á bilinu 11 til 13 prósent. Hlutfall kostnaðar af tekjum hafi verið 32,3 prósent, samanborið við 34,6 prósent í fyrra. Góð ávöxtun í háu vaxtaumhverfi Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu hafi numið 44.090 milljónum króna og haldi áfram að aukast með góðri ávöxtun lausafjár í háu vaxtaumhverfi ásamt því sem efnahagsreikningur bankans fari stækkandi. Aukning hreinna vaxtatekna nemi 3,1 prósent á milli ára. Hreinar þjónustutekjur hafi numið 8.068 milljónum króna og dragist saman um 0,2 prósent á milli ára. Hreinn hagnaður af fjáreignum og fjárskuldum á gangvirði hafi numið 7.502 milljónum króna, samanborið við 2.251 milljónir króna í fyrra, og sé tilkominn vegna hækkunar bæði á gangvirði hlutabréfa og skuldabréfa. Starfmönnum fækkaði um níu Hrein virðisrýrnun fjáreigna hafi numið 2.018 milljónum króna á tímabilinu en 1.839 milljónum krónum í fyrra. Laun og launatengd gjöld hafi numið 12.005 milljónum króna og aukist um 4,1 prósetn á milli ára, einkum vegna samningsbundinna launahækkana. Meðalfjöldi ársverka á tímabilinu hafi verið 807, samanborið við 816 í fyrra. Bankinn í sókn Í tilkynningu bankans til Kauphallar er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að uppgjörið endurspegli traustan rekstur og aukin umsvif. „Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.“
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira