Geðheilbrigði - spennandi verkefni í burðarliðnum Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 23. október 2024 12:48 Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun