„Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:00 Leikmenn Shakhtar hafa þurft að glíma við ýmislegt síðustu misseri. Vísir/Getty „Ég er staddur í Kyiv. Ástandið hér er spennuþrungið, það eru eldflaugaárásir frá Rússlandi á hverjum degi. Það er andlega erfitt að takast á við það. Ég á margar svefnlausar nætur,“ segir Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk. Hann veitir innsýn í erfiðar aðstæður sem leikmenn og starfsfólk félagsins þarf að glíma við. Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira