Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2024 16:48 Eldurinn kom upp í vinnsluþilfari Jökuls ÞH 299. RNSA Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út. Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem fjallað er um eldsupptökin. Þar segir að viðgerðin hafi verið framkvæmd skömmu eftir að klukkan varð fjögur umræddan dag, en þar hafi verið að sjóða rör sem höfðu brotnað sem héldu plötu við færiband á aðgerðarsvæði skipsins. Þrjátíu til fjörutíu mínútum síðar sést í myndefni úr öryggismyndavélakerfi að eldur hafi komið upp í burstakambi, sem sér um að halda færibandinu hreinu. Svona var þróunin á eldinum.RNSA Skipverjarnir sem voru í kaffi í eldhúsi skipsins þegar þetta var að gerast. Í eldhúsinu var lestarlúga niður á vinnsluþilfarið, en skipverjarnir urðu varir við reyk. Einnig tók skipstjórinn efir eldi í öryggismyndavélunum. Rétt áður en klukkan varð fimm fóru tveir skipverjar á staðinn með handslökkvitæki, en aðrir tveir settu sig á sig slökkvibúninga og reykköfunartæki. Sá sem var fyrstur að eldinum var með hlífðargrímu en ekki með neinn annan hlífðarbúnað. Hann tæmdi úr þremur handslökkvitækjum, og sprautaði síðan með sjóslöngu og tókst að slökkva eldinn. Sinntu ekki lögbundinni tilkynningarskyldu Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að skiptstjórinn hafi síðan gert útgerðarstjóra viðvart um atvikið og taldi að hann myndi tilkynna það til nefndarinnar eða Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að hvorugt hafi verið gert. Rannsóknarnefndin hafi þó fengið ábendingu um málið þremur dögum seinna. „Hvorki skipstjóri né útgerðarmaður sinntu lögbundinni tilkynningaskyldu um sjóslys. Við rannsókn málsins kom í ljós að lítið hafði verið skráð um atvikið í skipsdagbókina,“ segir í skýrslunni. Í upphafi lá ekki fyrir hvort eldurinn hafi kviknað vegna rafsuðunnar eða þá að rafmótur hafi verið skaðvaldurinn. Til að taka allan vafa af tók rannsóknarnefndin mótorinn til skoðunar og það leiddi í ljós að hann væri ekki orsakavaldur eldsins. Í greiningu nefndarinnar segir að eldurinn hafi komið upp þrátt fyrir að svæðið hafi verið blautt. Því verði að hafa í huga að glóð frá rafsuðu geti verið mjög heit, en í þessu tilfelli hafi það kraumað í hálftíma áður en eldurinn barst út.
Samgönguslys Sjávarútvegur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira