Mbappé fagnaði sigri en PSG neitar að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 20:03 Kylian Mbappé segist eiga inni 8,2 milljarða hjá Paris Saint Germain. Það er engin smá upphæð. Getty/ Lionel Hahn/ Launadeila Kylian Mbappé og Paris Saint Germain endar fyrir frönskum dómstólum eftir að leikmannasamtök frönsku deildarinnar dæmdu franska framherjanum í vil. Félagið gefur sig ekki. Mbappé sakar PSG um að hafa hætt að greiða honum laun eftir að hann tilkynnti þeim að hann myndi yfirgefa félagið á frjálsri sölu. Franski fjölmiðlar hafa það eftir heimildum úr herbúðum Mbappé að félagið skuldi honum 55 milljónir evra eða 8,2 milljarða króna. Þetta eru bæði laun fyrir síðustu mánuði tímabilsins sem og bónusgreiðslur sem voru tilgreindar í samningnum. Forráðamenn PSG halda því fram að Mbappé hafi löglega bundið enda á samninginn sinn þegar hann tilkynnti að hann væri á förum. Félagið segir líka að Mbappé hafi neitað að finna lausn á deilunni með því að hafna fundi með franska félaginu. Leikmannasamtök frönsku deildarinnar, LFP, hlustuðu á rök beggja aðila 15. október síðastliðinn og úrskurðuðu síðan í dag að Paris Saint Germain eigi að greiða Mbappé það sem félagið skuldar honum. Mbappé gekk til liðs við spænska félagið Real Madrid í sumar. Þetta er samt langt frá því að vera endir málsins því Paris Saint Germain segist ætla að fara með málið fyrir franska dómstóla. Mbappé spilaði í sjö tímabil með Paris Saint Germain og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 256 mörk. Hann vann fimmtán titla með félaginu þar af franska meistaratitilinn sex sinnum. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Franski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Mbappé sakar PSG um að hafa hætt að greiða honum laun eftir að hann tilkynnti þeim að hann myndi yfirgefa félagið á frjálsri sölu. Franski fjölmiðlar hafa það eftir heimildum úr herbúðum Mbappé að félagið skuldi honum 55 milljónir evra eða 8,2 milljarða króna. Þetta eru bæði laun fyrir síðustu mánuði tímabilsins sem og bónusgreiðslur sem voru tilgreindar í samningnum. Forráðamenn PSG halda því fram að Mbappé hafi löglega bundið enda á samninginn sinn þegar hann tilkynnti að hann væri á förum. Félagið segir líka að Mbappé hafi neitað að finna lausn á deilunni með því að hafna fundi með franska félaginu. Leikmannasamtök frönsku deildarinnar, LFP, hlustuðu á rök beggja aðila 15. október síðastliðinn og úrskurðuðu síðan í dag að Paris Saint Germain eigi að greiða Mbappé það sem félagið skuldar honum. Mbappé gekk til liðs við spænska félagið Real Madrid í sumar. Þetta er samt langt frá því að vera endir málsins því Paris Saint Germain segist ætla að fara með málið fyrir franska dómstóla. Mbappé spilaði í sjö tímabil með Paris Saint Germain og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 256 mörk. Hann vann fimmtán titla með félaginu þar af franska meistaratitilinn sex sinnum. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Franski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira