„Þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. október 2024 21:58 Maté Dalmay var svekktur eftir leik Vísir / Anton Brink Haukar töpuðu gegn Stjörnunni 87-114. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir fjórða tap liðsins í röð en heldur enn í vonina um að liðið geti farið að vinna leiki. „Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira