Alma leiðir Samfylkinguna í Kraganum Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 12:47 Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum. Vísir/einar Alma Möller, landlæknir, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, í því þriðja. Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í hádeginu í dag. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði er í heiðurssæti listans. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir Alma að flokkurinn fari vel skipulagður og sameinaður inn í kosningabaráttuna. „Ég þakka félögum mínum í flokknum fyrir traustið sem mér er sýnt og einnig hlýjar móttökur hér í kjördæminu. Það var virkilega góður andi á fundinum í Hafnarfirði í dag og kosningabaráttan hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi er svo sannarlega hafin. Við förum vel skipulögð og sameinuð inn í kosningabaráttuna, auk þess sem við erum vel nestuð í gegnum útspil flokksins sem unnin voru í gegnum málefnavinnu um land allt, m.a. í samvinnu við almenning og fagfólk Það er ákall um breytingar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin er hið pólitíska afl sem getur brugðist við því ákalli og það hyggjumst við gera. Það er þörf á úrbótum hvert sem á er litið og hvort sem um ræðir efnahagsmál, húsnæðismál eða samgöngumál. Heilbrigðismálin eru svo, eins og gefur að skilja, mitt hjartans mál og þar er einnig svigrúm til að gera betur. Ég hlakka til kosningabaráttunnar sem er fram undan, það er mikill meðbyr með Samfylkingunni og nú gildir að harma járnið meðan það er heitt. Það gerum við með því að snúa bökum saman og halda áfram að sýna þjóðinni að við séum í stakk búin til þess að leiða næstu ríkisstjórn undir forystu okkar frábæra formanns, Kristrúnar Frostadóttur.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Alma Möller, landlæknir 2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari 5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður 6. Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari 7. Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt 8. Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri 9. Mirabela Aurelia Blaga, lögfræðingur 10. Baldur Ólafur Svarvarsson, arkitekt 11. Friðmey Jónsdóttir, sérfræðingur í æskulýðsmálum 12. Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri hjá HSÍ 13. Auður Brynjólfsdóttir, stjórnmálafræðingur 14. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur 15. Maria Eugenia Aleman Henriquez, ráðgjafi 16. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Lára Kjartnasdóttir, leikskólakennari 18. Tryggvi Felixson, leiðsögumaður og ráðgjafi 19. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum 20. Sigurður Óli Karlsson, háskólanemi 21. Sólveig Skaftadóttir, verkefnastjóri 22. Þórarinn Snorri Sigurgiersson, skrifstofustjóri Þroskahjálpar 23. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur 24. Kári Þrastarson, hugbúnarasérfræðingur 25. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri 26. Ólafur Guðmundsson, fyrr. Rannsóknarlögreglumaður 27. Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr, alþingismaður 28. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Listinn var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í hádeginu í dag. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði er í heiðurssæti listans. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir Alma að flokkurinn fari vel skipulagður og sameinaður inn í kosningabaráttuna. „Ég þakka félögum mínum í flokknum fyrir traustið sem mér er sýnt og einnig hlýjar móttökur hér í kjördæminu. Það var virkilega góður andi á fundinum í Hafnarfirði í dag og kosningabaráttan hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi er svo sannarlega hafin. Við förum vel skipulögð og sameinuð inn í kosningabaráttuna, auk þess sem við erum vel nestuð í gegnum útspil flokksins sem unnin voru í gegnum málefnavinnu um land allt, m.a. í samvinnu við almenning og fagfólk Það er ákall um breytingar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin er hið pólitíska afl sem getur brugðist við því ákalli og það hyggjumst við gera. Það er þörf á úrbótum hvert sem á er litið og hvort sem um ræðir efnahagsmál, húsnæðismál eða samgöngumál. Heilbrigðismálin eru svo, eins og gefur að skilja, mitt hjartans mál og þar er einnig svigrúm til að gera betur. Ég hlakka til kosningabaráttunnar sem er fram undan, það er mikill meðbyr með Samfylkingunni og nú gildir að harma járnið meðan það er heitt. Það gerum við með því að snúa bökum saman og halda áfram að sýna þjóðinni að við séum í stakk búin til þess að leiða næstu ríkisstjórn undir forystu okkar frábæra formanns, Kristrúnar Frostadóttur.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Alma Möller, landlæknir 2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari 5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður 6. Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari 7. Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt 8. Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri 9. Mirabela Aurelia Blaga, lögfræðingur 10. Baldur Ólafur Svarvarsson, arkitekt 11. Friðmey Jónsdóttir, sérfræðingur í æskulýðsmálum 12. Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri hjá HSÍ 13. Auður Brynjólfsdóttir, stjórnmálafræðingur 14. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur 15. Maria Eugenia Aleman Henriquez, ráðgjafi 16. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 17. Kolbrún Lára Kjartnasdóttir, leikskólakennari 18. Tryggvi Felixson, leiðsögumaður og ráðgjafi 19. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum 20. Sigurður Óli Karlsson, háskólanemi 21. Sólveig Skaftadóttir, verkefnastjóri 22. Þórarinn Snorri Sigurgiersson, skrifstofustjóri Þroskahjálpar 23. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur 24. Kári Þrastarson, hugbúnarasérfræðingur 25. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri 26. Ólafur Guðmundsson, fyrr. Rannsóknarlögreglumaður 27. Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr, alþingismaður 28. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira