Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 13:24 Jeff Bezos, einn auðugasti maður heims og eigandi Washington Post. Getty/David Ryder Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira