Hrekkjavökumús með rjóma
Uppskriftin dugar í um sex krukkur.

Súkkulaðimús
Hráefni:
200 g dökkt súkkulaði
50 g smjör
2 egg
250 ml þeyttur rjómi
Aðferð:
Bræðið súkkulaði og smjör saman í vatnsbaði og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.
Pískið eggin og bætið við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum, blandið vel saman.
Setjið u.þ.b 1/3 af þeytta rjómanum út í súkkulaðiblönduna og með sleikju og blandið varlega.
Bætið þá restinni af rjómanum saman við og blandið þar til slétt áferð hefur myndast.
Hellið músinni í glös og setjið í kæli á meðan annað þið undirbúið rest.
Saltkaramella
Hráefni:
180 g mjúkar karamellur
6 msk. rjómi
Aðferð:
Hitið saman í potti þar til fljótandi karamella hefur myndast.
Leyfið blöndunni að kólna í smá stund.
Setjið væna matskeið af
karamellu ofan á hverja súkkulaðimús.

Rjómi og toppur
Hráefni:
300 ml þeyttur rjómi
10-15 Oreokex
Hlaupaugu
Hlaupormar
Sykuraugu
Aðferð:
Skerið Oreokex til helminga með beittum hníf.
Setjið síðan um fimm stk Oreokex í blandara og blandið þar til fín mylsna hefur myndast (gott að nota hér kexin sem brotnuðu við skurðinn ef einhver slík eru til staðar).
Sprautið þeyttum rjóma yfir karamelluna á hverri mús, stráið Oreomylsnu yfir allt og toppið ýmist með hlaupauguum, ormum eða tveimur hálfum Oreokexum og sykuraugum fyrir leðurblöku.
Fljótlegar skrímsla hrískökur

Hráefni:
200 g suðusúkkulaði
40 g smjör
220 g sýróp
150 g lakkrískurl
150 g Rice Krispies
Kökuskraut
Sykuraugu
Aðferð:
Klæðið skúffukökuform að innan með bökunarpappír.
Bræðið súkkulaði, smjör og sýróp saman í potti þar til bráðið, leyfið að sjóða saman í um 30 sekúndur og slökkvið á hellunni.
Hrærið Rice Krispies og kurlinu saman við og hellið í bökunarformið, sléttið aðeins úr.
Stráið kökuskrauti í hrekkjavökulitunum yfir allt og þrýstið skrímslaaugum niður hér og þar.
Kælið í að minnsta kosti 30 mínútur áður en skorið í bita.