Rotaðist á marklínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 11:01 Marókkómaðurinn Youssef Benhadi hljóp slysalaust í meira en klukkutíma en rann svo á hausinn í markinu. @RUN_IX Árlegt hlaup á milli frönsku borganna Marseilles og Cassis endaði afar slysalega. Fyrstu menn í hlaupinu í ár fengu nefnilega báðir skell á marklínunni og annar þeirra mun verri skell en hinn. Hlaupið er tuttugu kílómetra hlaup á milli borganna á suðurströnd Frakklands en það hefur verið haldið frá árinu 1979. Sjö hundruð manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en nú taka þátt tólf þúsund hlauparar. Rúandamaðurinn Félicien Muhitira vann hlaupið í ár en hann rann á rassinn þegar hann kom í markið. Það var eitthvað sleipt í markinu en Muhitira slapp þó mun betur en Marókkómaðurinn Youssef Benhadi sem kom annar í mark. Benhadi flaug nefnilega bókstaflega á hausinn í markinu og tókst rota sjálfan sig á marklínunni þegar hann skall illa aftur á hnakkann. Benhadi komst fljótt til meðvitundar en slapp örugglega ekki við heilahristing. Muhitira kláraði hlaupið á einni klukkustund, einni mínútu og 38 sekúndum. Hann var talsvert á undan Benhadi sem kláraði á einni klukkustund, þremur mínútum og sextán sekúndum. Benhadi varð því ekki vitni af því þegar Muhitira flaug á hausinn og hafði því ekki hugmynd um „hálkuna“ í markinu. Hér fyrir neðan má sjá þennan slysalega endi á hlaupinu. 😳 La dramatique arrivée du Marocain Youssef Benhadi (🇲🇦) qui prend une brillante deuxième place sur la course de Marseille-Cassis malgré une chute impressionnante ! 👀 Il s’est relevé quelques secondes plus tard — et tout va bien pour lui. pic.twitter.com/kAd7KGMF83— RUN’IX (@RUN_IX) October 27, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Fyrstu menn í hlaupinu í ár fengu nefnilega báðir skell á marklínunni og annar þeirra mun verri skell en hinn. Hlaupið er tuttugu kílómetra hlaup á milli borganna á suðurströnd Frakklands en það hefur verið haldið frá árinu 1979. Sjö hundruð manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en nú taka þátt tólf þúsund hlauparar. Rúandamaðurinn Félicien Muhitira vann hlaupið í ár en hann rann á rassinn þegar hann kom í markið. Það var eitthvað sleipt í markinu en Muhitira slapp þó mun betur en Marókkómaðurinn Youssef Benhadi sem kom annar í mark. Benhadi flaug nefnilega bókstaflega á hausinn í markinu og tókst rota sjálfan sig á marklínunni þegar hann skall illa aftur á hnakkann. Benhadi komst fljótt til meðvitundar en slapp örugglega ekki við heilahristing. Muhitira kláraði hlaupið á einni klukkustund, einni mínútu og 38 sekúndum. Hann var talsvert á undan Benhadi sem kláraði á einni klukkustund, þremur mínútum og sextán sekúndum. Benhadi varð því ekki vitni af því þegar Muhitira flaug á hausinn og hafði því ekki hugmynd um „hálkuna“ í markinu. Hér fyrir neðan má sjá þennan slysalega endi á hlaupinu. 😳 La dramatique arrivée du Marocain Youssef Benhadi (🇲🇦) qui prend une brillante deuxième place sur la course de Marseille-Cassis malgré une chute impressionnante ! 👀 Il s’est relevé quelques secondes plus tard — et tout va bien pour lui. pic.twitter.com/kAd7KGMF83— RUN’IX (@RUN_IX) October 27, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira