Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2024 08:58 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, í Washington DC í gærkvöldi. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna. Tveimur dögum áður hafði Trump haldið ræðu í New York þar sem hann sagði Harris „lestaslys“ sem eyðilagði allt sem á vegi hennar yrði. Bandamenn hans sem hituðu upp fyrir Trump lýstu Harris sem vændiskonu, djöfli og töluðu um Puerto Rico sem „fljótandi rusleyju“. Þá hét Trump því að flytja milljónir manna frá Bandaríkjunum á hans fyrstu dögum í starfi. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Eins og frægt er, er Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Ræðuna hélt hún í Washington DC, á sama stað og Trump hélt ræðu þann 6. janúar 2021, og segir framboð hennar að um 75 þúsund manns hafi hlustað. „Eftir færri en níutíu daga mun annað hvort Donald Trump eða ég vera í skrifstofu forsetans,“ sagði Harris og benti í átt að Hvíta húsinu. „Á sínum fyrsta degi, verði hann kjörinn, mun Donald Trump ganga inn á skrifstofuna með lista yfir óvini sína. Verði ég kjörinn, mun ég mæta með verkefnalista.“ Harris varði miklum ræðutíma í að reyna að sannfæra bandaríska kjósendur um að Trump legði alltaf meiri áherslu á eigin hag og það á kostnað Bandaríkjanna. „Donald Trump hefur varið áratug í að reyna að halda Bandaríkjamönnum sundruðum og hrædda við hvorn annan. Þannig er hann,“ sagði Harris meðal annars og bætti hún við að bandaríska þjóðin hugsaði ekki þannig. „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Að setja hag landsins alltaf ofar mínum hag.“ AP fréttaveitan hefur eftir nánum ráðgjafa Harris að ræða hennar hafi meðal annars beinst að þeim örfáu kjósendum sem hafi ekki enn ákveðið sig hvern þeir ætli að kjósa og þar á meðal séu Repúblikanar á frjálslyndari kantinum. Harris sagði einnig að Trump myndi aftur reyna að fella hið svokallaða heilbrigðislög Baracks Obama (e. Affordable care act) úr gildi en þau tryggja milljónum Bandaríkjamanna aðgang að sjúkratryggingum og kannanir sýna að þau njóta mikilla vinsælda. Hún sagði einnig að Trump myndi lækka skatta á auðugasta fólk Bandaríkjanna en að hún myndi berjast fyrir lægra vöruverði og lækka kostnað Bandaríkjamanna með ýmsum leiðum. Þá varaði Harris við því að með Trump í Hvíta húsinu myndu Repúblikanar ganga enn lengra til að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs. „Ég mun berjast til að endurbyggja það sem Donald Trump og sérvaldir hæstaréttardómarar hans tóku frá konum Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12 Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tveimur dögum áður hafði Trump haldið ræðu í New York þar sem hann sagði Harris „lestaslys“ sem eyðilagði allt sem á vegi hennar yrði. Bandamenn hans sem hituðu upp fyrir Trump lýstu Harris sem vændiskonu, djöfli og töluðu um Puerto Rico sem „fljótandi rusleyju“. Þá hét Trump því að flytja milljónir manna frá Bandaríkjunum á hans fyrstu dögum í starfi. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Eins og frægt er, er Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Ræðuna hélt hún í Washington DC, á sama stað og Trump hélt ræðu þann 6. janúar 2021, og segir framboð hennar að um 75 þúsund manns hafi hlustað. „Eftir færri en níutíu daga mun annað hvort Donald Trump eða ég vera í skrifstofu forsetans,“ sagði Harris og benti í átt að Hvíta húsinu. „Á sínum fyrsta degi, verði hann kjörinn, mun Donald Trump ganga inn á skrifstofuna með lista yfir óvini sína. Verði ég kjörinn, mun ég mæta með verkefnalista.“ Harris varði miklum ræðutíma í að reyna að sannfæra bandaríska kjósendur um að Trump legði alltaf meiri áherslu á eigin hag og það á kostnað Bandaríkjanna. „Donald Trump hefur varið áratug í að reyna að halda Bandaríkjamönnum sundruðum og hrædda við hvorn annan. Þannig er hann,“ sagði Harris meðal annars og bætti hún við að bandaríska þjóðin hugsaði ekki þannig. „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Að setja hag landsins alltaf ofar mínum hag.“ AP fréttaveitan hefur eftir nánum ráðgjafa Harris að ræða hennar hafi meðal annars beinst að þeim örfáu kjósendum sem hafi ekki enn ákveðið sig hvern þeir ætli að kjósa og þar á meðal séu Repúblikanar á frjálslyndari kantinum. Harris sagði einnig að Trump myndi aftur reyna að fella hið svokallaða heilbrigðislög Baracks Obama (e. Affordable care act) úr gildi en þau tryggja milljónum Bandaríkjamanna aðgang að sjúkratryggingum og kannanir sýna að þau njóta mikilla vinsælda. Hún sagði einnig að Trump myndi lækka skatta á auðugasta fólk Bandaríkjanna en að hún myndi berjast fyrir lægra vöruverði og lækka kostnað Bandaríkjamanna með ýmsum leiðum. Þá varaði Harris við því að með Trump í Hvíta húsinu myndu Repúblikanar ganga enn lengra til að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs. „Ég mun berjast til að endurbyggja það sem Donald Trump og sérvaldir hæstaréttardómarar hans tóku frá konum Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12 Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. 30. október 2024 07:12
Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. 26. október 2024 13:24
Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01
Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25. október 2024 15:06