Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Shawn Mendes ræddi af mikilli einlægni við aðdáendur sína á tónleikum á dögunum. Wagner Meier/Getty Images Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes: Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes:
Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira