Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2024 21:25 Cody Gakpo skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool í kvöld. Andrew Powell/Getty Images Liverpool er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir 2-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. Hollendingurinn Cody Gakpo skoraði bæði mörk gestanna. Eftir markalausan fyrri hálfleik tók Gakpo málin í eigin hendur. Hann lék á mann og annan áður en hann þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-1. Heimamenn fengu fín færi til að jafna metin áður en Gakpo tvöfaldaði forystuna á 63. mínútu með frábæru skoti niðri í vinstra hornið. Hann vann boltann, óð inn á teig og lúðraði knettinum í netið. A brilliant brace 😮💨 pic.twitter.com/OBysr6Yirn— Liverpool FC (@LFC) October 30, 2024 Þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks átti Evan Ferguson hörkuskot sem Vítězslav Jaroš varði. Því miður fyrir hinn unga markvörð féll boltinn fyrir fætur Simon Adingra sem minnkaði muninn í 1-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að nýta markið til neins þar sem Luis Díaz skoraði þriðja mark gestanna skömmu síðar og gerði þar með út um leikinn, eða hvað? Tariq Lamptey minnkaði muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma og gaf heimamönnum þar með líflínu. Þeim tókst þó ekki að nýta hana og lauk leiknum með sigri gestanna eftir fjögurgar lokamínútur. Liverpool þar með komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins. Enski boltinn Fótbolti
Liverpool er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir 2-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. Hollendingurinn Cody Gakpo skoraði bæði mörk gestanna. Eftir markalausan fyrri hálfleik tók Gakpo málin í eigin hendur. Hann lék á mann og annan áður en hann þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-1. Heimamenn fengu fín færi til að jafna metin áður en Gakpo tvöfaldaði forystuna á 63. mínútu með frábæru skoti niðri í vinstra hornið. Hann vann boltann, óð inn á teig og lúðraði knettinum í netið. A brilliant brace 😮💨 pic.twitter.com/OBysr6Yirn— Liverpool FC (@LFC) October 30, 2024 Þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks átti Evan Ferguson hörkuskot sem Vítězslav Jaroš varði. Því miður fyrir hinn unga markvörð féll boltinn fyrir fætur Simon Adingra sem minnkaði muninn í 1-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að nýta markið til neins þar sem Luis Díaz skoraði þriðja mark gestanna skömmu síðar og gerði þar með út um leikinn, eða hvað? Tariq Lamptey minnkaði muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma og gaf heimamönnum þar með líflínu. Þeim tókst þó ekki að nýta hana og lauk leiknum með sigri gestanna eftir fjögurgar lokamínútur. Liverpool þar með komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti