Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2024 11:08 Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða eigi síðar en klukkan 16 á sunnudag. Vísir/Vilhelm Þrjú stjórnmálasamtök hafa fengið aðfinnslur frá landskjörstjórn vegna lista sem skilað var inn í gær. Tvö þeirra segjast engar áhyggjur hafa af málinu en kosningastjóri þess þriðja harðneitar að tjá sig um málið. Stjórnmálasamtökin þrjú eru Ábyrg framtíð, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að landskjörstjórn hafi gert athugasemd við meðmælalista flokksins. Þær hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hefur engar áhyggjur af því að flokkurinn nái ekki að leysa úr þeirri flækju og sé raunar langt kominn með það nú þegar. Ætti að vera klappað og klárt um hádegið Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir að nokkur framboð hafi fengið á sig ágalla en það hafi ekki verið á ábyrgð framboðanna. Ágallar hafi verið tilkomnir vegna tæknilegs atriðis við söfnun rafrænna undirskrifta. „Landskjörstjórn óskaði eftir því við þessi framboð, sem höfðu notað ákveðna þjónustu, að láta keyra sannreyningu á undirskriftunum. Þeim skýrslum var öllum skilað í gær. Þau framboð sem fá á sig svona ágalla hafa til klukkan 9 til að afgreiða þessar undirritanir og við erum að ganga frá því. Það verður búið um hádegið.“ Lýðræðisflokkurinn tjáir sig ekki Heimildir Vísir herma að þriðja framboðið sé Lýðræðisflokkurinn. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, brást ókvæða við þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Við erum bundin trúnaði við landskjörstjórn og eftir því skal fara.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Stjórnmálasamtökin þrjú eru Ábyrg framtíð, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að landskjörstjórn hafi gert athugasemd við meðmælalista flokksins. Þær hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hefur engar áhyggjur af því að flokkurinn nái ekki að leysa úr þeirri flækju og sé raunar langt kominn með það nú þegar. Ætti að vera klappað og klárt um hádegið Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir að nokkur framboð hafi fengið á sig ágalla en það hafi ekki verið á ábyrgð framboðanna. Ágallar hafi verið tilkomnir vegna tæknilegs atriðis við söfnun rafrænna undirskrifta. „Landskjörstjórn óskaði eftir því við þessi framboð, sem höfðu notað ákveðna þjónustu, að láta keyra sannreyningu á undirskriftunum. Þeim skýrslum var öllum skilað í gær. Þau framboð sem fá á sig svona ágalla hafa til klukkan 9 til að afgreiða þessar undirritanir og við erum að ganga frá því. Það verður búið um hádegið.“ Lýðræðisflokkurinn tjáir sig ekki Heimildir Vísir herma að þriðja framboðið sé Lýðræðisflokkurinn. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, brást ókvæða við þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Við erum bundin trúnaði við landskjörstjórn og eftir því skal fara.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30