„Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 10:01 Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og eigandi Blush, er B-týpa sem notar ekki vekjaraklukku enda leggur hún áherslu á góðan svefn. Gerður á sér heilaga kvöldrútínu en að henni lokinni elskar hún að leggjast á koddann og hlusta á góða bók þar til hún sofnar. Vísir/Vilhelm Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er mikil B týpa og vakna flesta daga ekki fyrr en tíu. Ég reyni að haga verkefnum dagsins þannig að ég þurfi aldrei að stilla vekjaraklukku, ég finn að þegar ég fæ nægan svefn þá er ég í betra jafnvægi og hausinn á mér er tilbúnari að takast á við verkefni dagsins og koma upp með nýjar og spennandi hugmyndir. Ég hef alltaf þurft mikinn svefn, og ég passa mjög vel að ég fái sjö til átta tíma lágmark.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt á því að rúlla í gegnum tölvupóstinn og skilaboðin í símanum mínum. Klára allt sem ég get í símanum, svara emailum og skilaboðum, og svo hægt og rólega kem ég mér af stað inn í daginn og færi mig fram á skriftofuna. Ég vinn heima flesta daga, þegar ég er kominn fram úr þá oft byrja ég á að fara í sturtu og tek til í eldhúsinu og geng frá ef þess þarf og svo byrja ég að vinna í tölvunni. Ég er mjög róleg týpa, elska að vakna í rólegheitum og gefa mér tíma í að vakna, kærastinn minn er akkúrat öfugt, hann stillir alltaf vekjaraklukku snemma og rífur sig á lappir og byrjar daginn með trompi og fer í ræktina. En svona erum við misjöfn haha. Sú aðferð hentar mér alls ekki.“ Dreymdi þig einhvern tíma sem barn/unglingur um að verða heimsfræg söngkona eða leikkona og ef já, þá eins og hver? „Já ég ætlaði mér alltaf að verða söngkona, ég var mjög virk í félagslífinu þegar ég var yngri og keppti til að mynda öll mín ár á unglinga stigi í söngvakeppni samfés. Mér líður mjög vel upp á sviði, og tónlist er stór partur af mínu lífi. Ég geri oft grín af því að ef allt klikkar þá ætla ég að rífa upp þennan gamla draum og byrja að syngja aftur. En eins og staðan er núna þá er ástríðan annars staðar og maður getur ekki gert allt á sama tíma.“ Gerður vinnur í Blush þrjá daga í viku en nýtir þriðjudaga og fimmtudaga í að hlaða batteríin og gera eitthvað sem nærir hana sérstaklega mikið. Til dæmis að henda niður nýjum hugmyndum, hitta vini eða brasa í eldhúsinu. Þessa daga nýtir hún líka í verkefni eins og fyrirlestra, viðtöl, stjórnarfundi og önnur verkefni.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í dag erum við hjá Blush í mikilli vöruþróunn, erum að hanna ný tæki fyrir Reset vörulínuna okkar, og er stefnan á að stækka þá línu talsvert á næstu tólf til átján mánuðum. Reset vörurnar hafa slegið í gegn á Íslandi og því finnst okkur kjörið að halda áfram og auka úrvalið en frekar. Við erum einnig að leggja lokahönd á nýtt spil, en fyrir erum með með spilin Sambönd og Forleikur sem hafa selst í um 20.000 eintökum. Núna erum við að bæta við tveimur nýju spilum sem verða með sambærilegu sniði og þau fyrri, en nýjum leikreglum eða fyrir annan markhóp. Annars eru jólin handan við hornið, svo stór partur af mínum tíma þessa dagana fer í að undirbúa fyrir þann tíma. Panta inn vörur og þess háttar sem fylgir jólavertíðinni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér hefur fundist best að vinna þrjá daga vikunnar í Blush; mánudaga miðvikudaga og föstudaga. Þá fer 90% af vinnudeginum í að sinna verkefnum tengdum Blush, svara emailinu mínu, panta vörur, vöruþróun, fundir og þess háttar sem fylgir starfinu. Þriðjudagar og fimmtudagar eru svo „frí” dagar. Ég nýti þá daga oft fyrir auka verkefni til dæmis fyrirlestrar, viðtöl, stjórnarfundir og þess háttar sem er kannski ekki beint tengt Blush. Þriðjudagar og fimmtudagar eru svona dagar sem ég nota líka oft til hlaða batteríin, oft er ég bara heima og hef þá þessa daga til að henda niður til dæmis nýjum hugmyndum, hitta vini, brasa í eldhúsinu eða eitthvað svona sem ég finn að nærir mig extra mikið.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Eins og ég segi þá er ég mikil B týpa svo mér finnst mjög gott að vinna á kvöldin eða hanga langt fram eftir og horfa á sjónvarp. Þannig að flesta daga er ég að fara að sofa um klukkan eitt. Það er eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af. Ég er með mjög heilaga kvöldrútínu sem ég geri alltaf, og elska svo að leggjast á koddann og hlusta á góða bók á meðan ég sofna.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er mikil B týpa og vakna flesta daga ekki fyrr en tíu. Ég reyni að haga verkefnum dagsins þannig að ég þurfi aldrei að stilla vekjaraklukku, ég finn að þegar ég fæ nægan svefn þá er ég í betra jafnvægi og hausinn á mér er tilbúnari að takast á við verkefni dagsins og koma upp með nýjar og spennandi hugmyndir. Ég hef alltaf þurft mikinn svefn, og ég passa mjög vel að ég fái sjö til átta tíma lágmark.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja yfirleitt á því að rúlla í gegnum tölvupóstinn og skilaboðin í símanum mínum. Klára allt sem ég get í símanum, svara emailum og skilaboðum, og svo hægt og rólega kem ég mér af stað inn í daginn og færi mig fram á skriftofuna. Ég vinn heima flesta daga, þegar ég er kominn fram úr þá oft byrja ég á að fara í sturtu og tek til í eldhúsinu og geng frá ef þess þarf og svo byrja ég að vinna í tölvunni. Ég er mjög róleg týpa, elska að vakna í rólegheitum og gefa mér tíma í að vakna, kærastinn minn er akkúrat öfugt, hann stillir alltaf vekjaraklukku snemma og rífur sig á lappir og byrjar daginn með trompi og fer í ræktina. En svona erum við misjöfn haha. Sú aðferð hentar mér alls ekki.“ Dreymdi þig einhvern tíma sem barn/unglingur um að verða heimsfræg söngkona eða leikkona og ef já, þá eins og hver? „Já ég ætlaði mér alltaf að verða söngkona, ég var mjög virk í félagslífinu þegar ég var yngri og keppti til að mynda öll mín ár á unglinga stigi í söngvakeppni samfés. Mér líður mjög vel upp á sviði, og tónlist er stór partur af mínu lífi. Ég geri oft grín af því að ef allt klikkar þá ætla ég að rífa upp þennan gamla draum og byrja að syngja aftur. En eins og staðan er núna þá er ástríðan annars staðar og maður getur ekki gert allt á sama tíma.“ Gerður vinnur í Blush þrjá daga í viku en nýtir þriðjudaga og fimmtudaga í að hlaða batteríin og gera eitthvað sem nærir hana sérstaklega mikið. Til dæmis að henda niður nýjum hugmyndum, hitta vini eða brasa í eldhúsinu. Þessa daga nýtir hún líka í verkefni eins og fyrirlestra, viðtöl, stjórnarfundi og önnur verkefni.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í dag erum við hjá Blush í mikilli vöruþróunn, erum að hanna ný tæki fyrir Reset vörulínuna okkar, og er stefnan á að stækka þá línu talsvert á næstu tólf til átján mánuðum. Reset vörurnar hafa slegið í gegn á Íslandi og því finnst okkur kjörið að halda áfram og auka úrvalið en frekar. Við erum einnig að leggja lokahönd á nýtt spil, en fyrir erum með með spilin Sambönd og Forleikur sem hafa selst í um 20.000 eintökum. Núna erum við að bæta við tveimur nýju spilum sem verða með sambærilegu sniði og þau fyrri, en nýjum leikreglum eða fyrir annan markhóp. Annars eru jólin handan við hornið, svo stór partur af mínum tíma þessa dagana fer í að undirbúa fyrir þann tíma. Panta inn vörur og þess háttar sem fylgir jólavertíðinni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér hefur fundist best að vinna þrjá daga vikunnar í Blush; mánudaga miðvikudaga og föstudaga. Þá fer 90% af vinnudeginum í að sinna verkefnum tengdum Blush, svara emailinu mínu, panta vörur, vöruþróun, fundir og þess háttar sem fylgir starfinu. Þriðjudagar og fimmtudagar eru svo „frí” dagar. Ég nýti þá daga oft fyrir auka verkefni til dæmis fyrirlestrar, viðtöl, stjórnarfundir og þess háttar sem er kannski ekki beint tengt Blush. Þriðjudagar og fimmtudagar eru svona dagar sem ég nota líka oft til hlaða batteríin, oft er ég bara heima og hef þá þessa daga til að henda niður til dæmis nýjum hugmyndum, hitta vini, brasa í eldhúsinu eða eitthvað svona sem ég finn að nærir mig extra mikið.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Eins og ég segi þá er ég mikil B týpa svo mér finnst mjög gott að vinna á kvöldin eða hanga langt fram eftir og horfa á sjónvarp. Þannig að flesta daga er ég að fara að sofa um klukkan eitt. Það er eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af. Ég er með mjög heilaga kvöldrútínu sem ég geri alltaf, og elska svo að leggjast á koddann og hlusta á góða bók á meðan ég sofna.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00 B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03 „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01
„Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02
„Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli. 5. október 2024 10:00
B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim. 12. október 2024 10:03
„Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14. september 2024 10:01