Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 1. nóvember 2024 12:01 Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði. Tryggja þarf nægt framboð íbúða og auka jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar, um landið allt. Það verður að gera með kerfisbreytingum. Bráðaaðgerðir strax Þær aðgerðir sem grípa verður til eru meðal annars að: Tryggja að þær íbúðir eru til staðar á markaðnum nýtist fólki sem heimili, ekki fjárfestum til rekstrar. Heimilum uppbyggingu færanlegs húsnæðis á þeim stöðum þar sem auðvelt er að koma fyrir byggð á skömmum tíma, slíkt þarf að gera með vönduðu húsnæði og í góðu samstarfi við byggingaraðila. Skapa þarf hvata til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Vaxtakostnaður á Íslandi verður að lækka enda stendur hann í vegi fyrir framkvæmdum. En það er ljóst að bráðaaðgerðir einar og sér duga ekki til lengri tíma. Því er mikilvægt að allir aðilar á byggingamarkaði, ríki, sveitarfélög og byggingaraðilar taki höndum saman við að leiða áfram hraðari uppbyggingu þar sem kostnaður sveitarfélaga við innviði verður ekki hindrun í ferlinu. Jafnframt verði það sameiginlegir hagsmunir samfélagsins og framkvæmdaraðila sem ráði för. Almennar íbúðir Fjölgun leiguíbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eru byggðar með stuðningi ríkis og sveitarfélaga er forsenda þess að við getum tryggt húsnæðisöryggi allra á Íslandi. Lagaumgjörðin um almenna íbúðakerfið var sett í þessum tilgangi í tengslum við kjarasamninga árið 2015. Frá þeim tíma hefur uppbygging gengið hægar en nauðsynlegt er. Til þess að örva þá uppbyggingu, auk lægri vaxtakostnaðar, þarf að styðja betur við slík félög til dæmis með skattalegum hvötum. Endurgreiðsla virðisaukaskatts skiptir þar miklu máli. Nýta má í meira mæli lóðir sem eru í eigu ríkisins. Liðka verður fyrir aðkomu lífeyrissjóða að aðkomu við uppbyggingu félagslegs eignaríbúðakerfis. Íbúðarhúsnæði verði nýtt til búsetu í stað skammtímaleigu Íbúum á Íslandi hefur fjölgað meira en í nokkru öðru OECD ríki síðastliðinn áratug. Sú mikla fólksfjölgun hefur gert það að verkum að okkur hefur tekist að manna mikilvægar starfsgreinar samfélagsins og eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið, en okkur ber að taka á móti fólki á mannsæmandi hátt, með góðu húsnæði, íslenskum launakjörum og góðu starfsumhverfi. Við þurfum að forgangsraða hvernig við nýtum húsnæði hér á landi, hvar við viljum vera með íbúðarhúsnæði sem er í skammtímaleigu og hvar fólk á að búa. Bætt staða verður aðeins fengin með skýrri sýn á uppbyggingu og raunverulegum aðgerðum þar sem fyrirsjáanleiki og stöðug uppbygging ræður för. Alltof háir vextir! Við höfum búið við það í alltof langan tíma að greiða of háa vexti hér á landi. Í meira en ár hafa óverðtryggðir vextir verið vel yfir 10% og þeir verðtryggðu hafa hækkað mjög á undanförnum misserum. Með þessu hefur okkur, heimilum á Íslandi sem skulda, verið gert að endurgreiða okkar fjárfestingu margfalt til baka. Ríkisstjórnin hefur skilað auðu í aðgerðum til að vinna gegn háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Í núverandi umhverfi er okkur sagt að þetta sé okkur eðlislægt og að við munum sætta okkur við þetta. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta ástand. Aðrar þjóðir geta búið við stöðug hagkerfi, tekið lán á lágum vöxtum en jafnframt tekist á við verðbólguskot sem gengur yfir á skömmum tíma. Þetta er mögulegt þegar allir takast á við sama verkefnið en njóta ekki góðs af ástandinu. Lærum af reynslu nágranna okkar í Danmörku þar sem rekið er gott og stöðugt húsnæðislánakerfi sem hefur verið rekið um langt skeið. Þar sem áhættudreifing er sanngjarnari á milli lántaka og fjármagnseigenda. Fjárfestingar í fasteignum Hluti núverandi vanda er að fjárfestar og fyrirtæki hafa í miklum mæli ákveðið að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, í steypu. Á sama tíma taka sömu aðilar íbúðir af markaðnum sem ella hefðu nýst venjulegu fólki til búsetu. Hver er ástæða þessa? Jú þessir sömu aðilar taka stöðu á fasteignamarkaði til þess að tryggja sér áframhaldandi hækkun á fasteignaverði sem síðar mun skila sér í enn hærra fasteignaverði þar sem neytendur, íbúar landsins, munu þurfa að greiða hærra verð fyrir fasteign hvort sem íbúð sé keypt eða leigð. Þetta þarf að stöðva. Tökum á þeim vanda sem Airbnb útleiga veldur nálægt miðkjörnum þéttbýla. Tökum upp tómthúsgjald þar sem enginn er skráður með lögheimili í íbúðarhúsnæði. Sköpum forsendur fyrir jafnvægi á milli framboðs íbúðarhúsnæðis og eftirspurnar. Þetta eru örfá dæmi um það sem Samfylkingin setti fram í nýju útspili um Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Við leggjum áherslu á að með þeirri framkvæmdaáætlun verði unnið að aðgerðum sem eru fjármagnaðar. Þar sem við nýtum styrk samfélagsins, nýtum aukin verðmæti og stækkum “kökuna” sem er til skiptanna fyrir land og þjóð. Veljum stórhuga stjórnmál með virku samtali við þjóðina. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði. Tryggja þarf nægt framboð íbúða og auka jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar, um landið allt. Það verður að gera með kerfisbreytingum. Bráðaaðgerðir strax Þær aðgerðir sem grípa verður til eru meðal annars að: Tryggja að þær íbúðir eru til staðar á markaðnum nýtist fólki sem heimili, ekki fjárfestum til rekstrar. Heimilum uppbyggingu færanlegs húsnæðis á þeim stöðum þar sem auðvelt er að koma fyrir byggð á skömmum tíma, slíkt þarf að gera með vönduðu húsnæði og í góðu samstarfi við byggingaraðila. Skapa þarf hvata til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Vaxtakostnaður á Íslandi verður að lækka enda stendur hann í vegi fyrir framkvæmdum. En það er ljóst að bráðaaðgerðir einar og sér duga ekki til lengri tíma. Því er mikilvægt að allir aðilar á byggingamarkaði, ríki, sveitarfélög og byggingaraðilar taki höndum saman við að leiða áfram hraðari uppbyggingu þar sem kostnaður sveitarfélaga við innviði verður ekki hindrun í ferlinu. Jafnframt verði það sameiginlegir hagsmunir samfélagsins og framkvæmdaraðila sem ráði för. Almennar íbúðir Fjölgun leiguíbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eru byggðar með stuðningi ríkis og sveitarfélaga er forsenda þess að við getum tryggt húsnæðisöryggi allra á Íslandi. Lagaumgjörðin um almenna íbúðakerfið var sett í þessum tilgangi í tengslum við kjarasamninga árið 2015. Frá þeim tíma hefur uppbygging gengið hægar en nauðsynlegt er. Til þess að örva þá uppbyggingu, auk lægri vaxtakostnaðar, þarf að styðja betur við slík félög til dæmis með skattalegum hvötum. Endurgreiðsla virðisaukaskatts skiptir þar miklu máli. Nýta má í meira mæli lóðir sem eru í eigu ríkisins. Liðka verður fyrir aðkomu lífeyrissjóða að aðkomu við uppbyggingu félagslegs eignaríbúðakerfis. Íbúðarhúsnæði verði nýtt til búsetu í stað skammtímaleigu Íbúum á Íslandi hefur fjölgað meira en í nokkru öðru OECD ríki síðastliðinn áratug. Sú mikla fólksfjölgun hefur gert það að verkum að okkur hefur tekist að manna mikilvægar starfsgreinar samfélagsins og eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið, en okkur ber að taka á móti fólki á mannsæmandi hátt, með góðu húsnæði, íslenskum launakjörum og góðu starfsumhverfi. Við þurfum að forgangsraða hvernig við nýtum húsnæði hér á landi, hvar við viljum vera með íbúðarhúsnæði sem er í skammtímaleigu og hvar fólk á að búa. Bætt staða verður aðeins fengin með skýrri sýn á uppbyggingu og raunverulegum aðgerðum þar sem fyrirsjáanleiki og stöðug uppbygging ræður för. Alltof háir vextir! Við höfum búið við það í alltof langan tíma að greiða of háa vexti hér á landi. Í meira en ár hafa óverðtryggðir vextir verið vel yfir 10% og þeir verðtryggðu hafa hækkað mjög á undanförnum misserum. Með þessu hefur okkur, heimilum á Íslandi sem skulda, verið gert að endurgreiða okkar fjárfestingu margfalt til baka. Ríkisstjórnin hefur skilað auðu í aðgerðum til að vinna gegn háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Í núverandi umhverfi er okkur sagt að þetta sé okkur eðlislægt og að við munum sætta okkur við þetta. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta ástand. Aðrar þjóðir geta búið við stöðug hagkerfi, tekið lán á lágum vöxtum en jafnframt tekist á við verðbólguskot sem gengur yfir á skömmum tíma. Þetta er mögulegt þegar allir takast á við sama verkefnið en njóta ekki góðs af ástandinu. Lærum af reynslu nágranna okkar í Danmörku þar sem rekið er gott og stöðugt húsnæðislánakerfi sem hefur verið rekið um langt skeið. Þar sem áhættudreifing er sanngjarnari á milli lántaka og fjármagnseigenda. Fjárfestingar í fasteignum Hluti núverandi vanda er að fjárfestar og fyrirtæki hafa í miklum mæli ákveðið að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, í steypu. Á sama tíma taka sömu aðilar íbúðir af markaðnum sem ella hefðu nýst venjulegu fólki til búsetu. Hver er ástæða þessa? Jú þessir sömu aðilar taka stöðu á fasteignamarkaði til þess að tryggja sér áframhaldandi hækkun á fasteignaverði sem síðar mun skila sér í enn hærra fasteignaverði þar sem neytendur, íbúar landsins, munu þurfa að greiða hærra verð fyrir fasteign hvort sem íbúð sé keypt eða leigð. Þetta þarf að stöðva. Tökum á þeim vanda sem Airbnb útleiga veldur nálægt miðkjörnum þéttbýla. Tökum upp tómthúsgjald þar sem enginn er skráður með lögheimili í íbúðarhúsnæði. Sköpum forsendur fyrir jafnvægi á milli framboðs íbúðarhúsnæðis og eftirspurnar. Þetta eru örfá dæmi um það sem Samfylkingin setti fram í nýju útspili um Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Við leggjum áherslu á að með þeirri framkvæmdaáætlun verði unnið að aðgerðum sem eru fjármagnaðar. Þar sem við nýtum styrk samfélagsins, nýtum aukin verðmæti og stækkum “kökuna” sem er til skiptanna fyrir land og þjóð. Veljum stórhuga stjórnmál með virku samtali við þjóðina. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun