Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 16:45 Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Fjölskyldumál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun