Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 20:53 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42