Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2024 11:02 Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands. Vísir/Vilhelm Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að nauðga ungri konu um nótt um miðjan desember í fyrra. Manninum var gefið að sök að nauðga konunni með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis og beita hana ólögmætri nauðung og notfæra sér ölvunarástand hennar með því að stinga fingri í leggöng og sleikja kynfæri hennar. Í ákærunni segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Þá hafi maðurinn haft sáðlát í rúminu þar sem konan svaf. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í tengslum við jólateiti vinnustaðar sem fór fram á hóteli á Austurlandi. Þar var konan sem varð fyrir brotinu boðsgestur vinkonu sinnar sem var starfsmaður vinnustaðarins. Þær tvær höfðu hótelherbergi til umráða vegna teitisins. Ráp um herbergi sofandi konu Fyrir liggur í málinu að konan sem varð fyrir brotinu hafi orðið verulega miður sín vegna áfengisneyslu sinnar snemma um kvöldið. Hún hafi ekki þótt í ástandi til að vera á jólahlaðborðinu og því verið leidd á hótelherbergið þar sem hún svaf. Maðurinn kom á hótelið seinna um kvöldið ásamt sambýliskonu sinni. Þau voru líka í boði sömu vinkonu. Fram kemur að þau hafi skilið eigur sínar, eins og veski og vínföng, eftir á hótelherberginu. Um kvöldið hafi verið nokkuð ráp um herbergið, af hálfu þeirra sem og fleiri vitna. Konan sagðist hafa vaknað um nóttina við það að „ókunnugur erlendur karlmaður“ hafi verið í rúminu hjá henni og verið að færa hné hennar til og frá, og líka nærföt hennar. Þá hafi hann sett fingur í leggöng hennar og sleikt kynfæri hennar. Hún hafi stirðnað upp og brugðið á það ráð, sér til varnar að þykjast vera sofandi. Fram kemur að skömmu eftir þetta hafi hún hringt á Neyðarlínuna. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Austurlands að konan hafi verið staðföst í þessari lýsingu alla meðferð málsins. Þess má geta að fyrir dómi sagði hún að hún hefði einungis séð karlmanninn sem nauðgaði henni í örskotsstund, í um eina sekúndu, og hún treysti sér ekki til að segja hvort það væri maðurinn sem væri ákærður sem hefði átt í hlut. Maðurinn hélt því fram að hann hefði aldrei verið einn í hótelherberginu með konunni, en hann hafi verið ásamt sambýliskonunni nánast allt kvöldið. Sagði kynlíf líklega skýringu sæðisbletta Í laki rúmsins sem konan svaf í fundust víða sæðisblettir. Rannsókn leiddi í ljós að þeir hefðu sama DNA-snið og lífsýni sem voru tekin af manninum. Fyrir dómi sagði hann að í eitt skipti hafi hann farið inn í herbergið ásamt sambýliskonunni og vinkonunni. Sambýliskonan hafi farið á salernið og lokað að sér, en á meðan hefði hann og vinkonan stundað kynlíf í stutta stund fyrir framan herbergisrúmið. Maðurinn sagðist ekki hafa fengið fullnægingu en engu að síður væri möguleiki á því að sæði hans, einn eða fleiri dropar, hefðu getað komið frá honum. Maðurinn sagði það geta verið skýringu þess að lífsýni úr honum fannst í lakinu. Breytti framburði sínum Sambýliskonan hafði sagt í lögregluskýrslu að í hennar huga væri mjög ólíklegt að maðurinn og vinkonan hefðu stundað kynlíf á meðan hún var á salerninu. Fyrir dómi breytti hún þeim framburði og sagði mögulegt að þau hefðu stundað kynlíf. Hún sagðist hafa rifjað atburðarásina betur upp. Vinkonan hefur við alla meðferð málsins mótmælt frásögn mannsins um meint kynlíf þeirra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn konunnar í öllum atriðum verið einlæg, varfærinn og trúverðug. Þá styðji gögn málsins við frásögn hennar. Hins vegar segir dómurinn að maðurinn hafi ekki gefið neina haldbæra og trúverðuga skýringu á lífsýnunum sem fundust í lakinu. Þá hafi framburður hans breyst og skýringar hans harla ósennilegar. Því ákvað dómurinn að sakfella hann. Líkt og áður segir var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða konunni 2,2 milljónir í miskabætur, og um 5,3 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Manninum var gefið að sök að nauðga konunni með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis og beita hana ólögmætri nauðung og notfæra sér ölvunarástand hennar með því að stinga fingri í leggöng og sleikja kynfæri hennar. Í ákærunni segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Þá hafi maðurinn haft sáðlát í rúminu þar sem konan svaf. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í tengslum við jólateiti vinnustaðar sem fór fram á hóteli á Austurlandi. Þar var konan sem varð fyrir brotinu boðsgestur vinkonu sinnar sem var starfsmaður vinnustaðarins. Þær tvær höfðu hótelherbergi til umráða vegna teitisins. Ráp um herbergi sofandi konu Fyrir liggur í málinu að konan sem varð fyrir brotinu hafi orðið verulega miður sín vegna áfengisneyslu sinnar snemma um kvöldið. Hún hafi ekki þótt í ástandi til að vera á jólahlaðborðinu og því verið leidd á hótelherbergið þar sem hún svaf. Maðurinn kom á hótelið seinna um kvöldið ásamt sambýliskonu sinni. Þau voru líka í boði sömu vinkonu. Fram kemur að þau hafi skilið eigur sínar, eins og veski og vínföng, eftir á hótelherberginu. Um kvöldið hafi verið nokkuð ráp um herbergið, af hálfu þeirra sem og fleiri vitna. Konan sagðist hafa vaknað um nóttina við það að „ókunnugur erlendur karlmaður“ hafi verið í rúminu hjá henni og verið að færa hné hennar til og frá, og líka nærföt hennar. Þá hafi hann sett fingur í leggöng hennar og sleikt kynfæri hennar. Hún hafi stirðnað upp og brugðið á það ráð, sér til varnar að þykjast vera sofandi. Fram kemur að skömmu eftir þetta hafi hún hringt á Neyðarlínuna. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Austurlands að konan hafi verið staðföst í þessari lýsingu alla meðferð málsins. Þess má geta að fyrir dómi sagði hún að hún hefði einungis séð karlmanninn sem nauðgaði henni í örskotsstund, í um eina sekúndu, og hún treysti sér ekki til að segja hvort það væri maðurinn sem væri ákærður sem hefði átt í hlut. Maðurinn hélt því fram að hann hefði aldrei verið einn í hótelherberginu með konunni, en hann hafi verið ásamt sambýliskonunni nánast allt kvöldið. Sagði kynlíf líklega skýringu sæðisbletta Í laki rúmsins sem konan svaf í fundust víða sæðisblettir. Rannsókn leiddi í ljós að þeir hefðu sama DNA-snið og lífsýni sem voru tekin af manninum. Fyrir dómi sagði hann að í eitt skipti hafi hann farið inn í herbergið ásamt sambýliskonunni og vinkonunni. Sambýliskonan hafi farið á salernið og lokað að sér, en á meðan hefði hann og vinkonan stundað kynlíf í stutta stund fyrir framan herbergisrúmið. Maðurinn sagðist ekki hafa fengið fullnægingu en engu að síður væri möguleiki á því að sæði hans, einn eða fleiri dropar, hefðu getað komið frá honum. Maðurinn sagði það geta verið skýringu þess að lífsýni úr honum fannst í lakinu. Breytti framburði sínum Sambýliskonan hafði sagt í lögregluskýrslu að í hennar huga væri mjög ólíklegt að maðurinn og vinkonan hefðu stundað kynlíf á meðan hún var á salerninu. Fyrir dómi breytti hún þeim framburði og sagði mögulegt að þau hefðu stundað kynlíf. Hún sagðist hafa rifjað atburðarásina betur upp. Vinkonan hefur við alla meðferð málsins mótmælt frásögn mannsins um meint kynlíf þeirra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn konunnar í öllum atriðum verið einlæg, varfærinn og trúverðug. Þá styðji gögn málsins við frásögn hennar. Hins vegar segir dómurinn að maðurinn hafi ekki gefið neina haldbæra og trúverðuga skýringu á lífsýnunum sem fundust í lakinu. Þá hafi framburður hans breyst og skýringar hans harla ósennilegar. Því ákvað dómurinn að sakfella hann. Líkt og áður segir var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða konunni 2,2 milljónir í miskabætur, og um 5,3 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira