Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 19:02 Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Vísir/ÍVAR Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Þetta eru náttúrulega bara kolólöglegir samningar, og hafa verið í tuttugu ár, sem Sjúkratryggingar hafa alltaf endurnýjað reglulega,“ segir Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Með stærri stjórnvaldssektum Úrskurður kærunefndarinnar, sem gefinn var út í gær, virðist staðfesta þetta. Þar segir að samningarnir hafi verið gerðir heimildarlaust án auglýsingar í andstöðu við lög og skilyrði til að óvirkja þá væru því uppfyllt. Á hinn bóginn krefðust brýnir almannahagsmunir þess að áframhaldandi framkvæmd samninganna væri nauðsynleg og þeir verða því áfram í gildi til 1. janúar næstkomandi. Sjúkratryggingar þurfi þó vegna hinna ólögmætu samninga að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt. „Þetta er með stærri stjórnvaldssektum sem sést hafa,“ segir Steinunn. „Niðurstaðan í þessari kæru er náttúrulega stór viðurkenning gagnvart því að hér sé verið að brjóta lög og svo að hér sé verið að mismuna fyrirtækjum, og hindra eðlilega samkeppni á Íslandi um þessa þjónustu.“ Þó að Steinunn líti á úrskurðinn sem ákveðna viðukenningu verður Intuens ekki ágengt að sinni. Sjúkratryggingar hafi hafið útboð, og með því verði hinir ólögmætu samningar leystir af hólmi með nýjum. En Steinunn hefur ýmislegt við þessa framkvæmd að athuga. „Þetta útboð sem er núna í gangi gerir nýjum fyrirtækjum ekki kleift að taka þátt í þessu útboði. Þetta er í raun klæðskerasniðið útboð handa þeim fyrirtækjum sem sinna myndgreiningarþjónustu á Íslandi í dag.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59 Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Þetta eru náttúrulega bara kolólöglegir samningar, og hafa verið í tuttugu ár, sem Sjúkratryggingar hafa alltaf endurnýjað reglulega,“ segir Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. Með stærri stjórnvaldssektum Úrskurður kærunefndarinnar, sem gefinn var út í gær, virðist staðfesta þetta. Þar segir að samningarnir hafi verið gerðir heimildarlaust án auglýsingar í andstöðu við lög og skilyrði til að óvirkja þá væru því uppfyllt. Á hinn bóginn krefðust brýnir almannahagsmunir þess að áframhaldandi framkvæmd samninganna væri nauðsynleg og þeir verða því áfram í gildi til 1. janúar næstkomandi. Sjúkratryggingar þurfi þó vegna hinna ólögmætu samninga að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt. „Þetta er með stærri stjórnvaldssektum sem sést hafa,“ segir Steinunn. „Niðurstaðan í þessari kæru er náttúrulega stór viðurkenning gagnvart því að hér sé verið að brjóta lög og svo að hér sé verið að mismuna fyrirtækjum, og hindra eðlilega samkeppni á Íslandi um þessa þjónustu.“ Þó að Steinunn líti á úrskurðinn sem ákveðna viðukenningu verður Intuens ekki ágengt að sinni. Sjúkratryggingar hafi hafið útboð, og með því verði hinir ólögmætu samningar leystir af hólmi með nýjum. En Steinunn hefur ýmislegt við þessa framkvæmd að athuga. „Þetta útboð sem er núna í gangi gerir nýjum fyrirtækjum ekki kleift að taka þátt í þessu útboði. Þetta er í raun klæðskerasniðið útboð handa þeim fyrirtækjum sem sinna myndgreiningarþjónustu á Íslandi í dag.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59 Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. 5. júní 2024 11:59
Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03
Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. 24. nóvember 2023 17:19