Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. nóvember 2024 16:33 Frá El Prat-flugvelli í Barcelona-borg. AP/Mariona Batalla Taylor Viðbragðsaðilar vinna enn hörðum höndum við að finna fólk sem hefur verið leitað síðan hamfaraflóð gekk yfir suðausturhluta spánar á þriðjudagskvöldið. Þeir einblína nú á bílakjallara í Valensía-héraði. Óttast er að tala látinna muni hækka. Fréttastofa BBC greinir frá. 217 hið minnsta eru látnir. Veðurstofa Spánar hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir hluta Katalóníu-héraðs vegna mikillar úrkomu. Mikið vatn flæddi yfir götur Barselóna-borgar í morgun. Flugvöllurinn á floti Fjölmiðlar í Katalóníu hafa birt ljósmyndir af ökutækjum sem voru að hluta á kafi á akbrautum í borginni. Hluti af El Prat-flugvellinum í borginni er einnig á floti. Að minnsta kosti 80 flugferðum til og frá flugvellinum hefur verið aflýst eða frestað. Lestarkerfið í borginni er í lamasessi. Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensía-héraði á Spáni til aðstoðar en Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrirskipaði í gær að tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Óvíst hve margra er enn saknað Óttast er að fjöldi starfsmanna og búðargesta hafi orðið innlyksa í bifreiðageymslu á nokkrum hæðum við verslunarmiðstöð við Valensía-borg. Stór hluti bílastæðahússins er enn á floti. Óvíst er hve margra er enn saknað í Valensía-héraði. Töluvert ósætti ríkir meðal almennings í garð yfirvalda á svæðinu en mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað í gær. Almenningur hefur reiðst yfir því að stjórnvöld hafi ekki búið sig nægjanlega vel undir flóðin eða varað íbúa við. Spánn Flóð í Valencia 2024 Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. 217 hið minnsta eru látnir. Veðurstofa Spánar hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir hluta Katalóníu-héraðs vegna mikillar úrkomu. Mikið vatn flæddi yfir götur Barselóna-borgar í morgun. Flugvöllurinn á floti Fjölmiðlar í Katalóníu hafa birt ljósmyndir af ökutækjum sem voru að hluta á kafi á akbrautum í borginni. Hluti af El Prat-flugvellinum í borginni er einnig á floti. Að minnsta kosti 80 flugferðum til og frá flugvellinum hefur verið aflýst eða frestað. Lestarkerfið í borginni er í lamasessi. Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensía-héraði á Spáni til aðstoðar en Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrirskipaði í gær að tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Óvíst hve margra er enn saknað Óttast er að fjöldi starfsmanna og búðargesta hafi orðið innlyksa í bifreiðageymslu á nokkrum hæðum við verslunarmiðstöð við Valensía-borg. Stór hluti bílastæðahússins er enn á floti. Óvíst er hve margra er enn saknað í Valensía-héraði. Töluvert ósætti ríkir meðal almennings í garð yfirvalda á svæðinu en mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað í gær. Almenningur hefur reiðst yfir því að stjórnvöld hafi ekki búið sig nægjanlega vel undir flóðin eða varað íbúa við.
Spánn Flóð í Valencia 2024 Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02
Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42
Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22