Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 18:30 Lindsey Vonn vann til fjölda verðlauna á sínum ferli og gæti verið að snúa aftur til keppni, eftir fimm og hálfs árs hlé. Getty/Christophe Pallot Bandaríska skíðastjarnan Lindsey Vonn, sem nýverið fagnaði fertugsafmæli, gæti verið að snúa aftur til keppni í heimsbikarnum eftir fimm og hálfs árs fjarveru. Þjóðverjinn Markus Wasmeier gagnrýnir þessa fyrirætlun og segir nánast um hneyksli að ræða. Vonn er sögð stefna á að snúa aftur til keppni í Beaver Creek í Colorado um miðjan desember. Á meðan margir eru eflaust spenntir fyrir þeirri hugmynd að sjá þessa mögnuðu skíðakonu snúa aftur, eftir að hún neyddist til að hætta vegna meiðsla, eru ekki allir jafnhrifnir. Þeirra á meðal er hinn 61 árs gamli Wasmeier, tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, en hann tjáði sig um málið á sjónvarpsstöðinni Sport 1. „Að mínu mati er þetta bara einhver sýning. Þetta jaðrar við að vera hneyksli,“ sagði Wasmeier sem telur hreinlega hættulegt fyrir Vonn að ætla að bruna niður brekkurnar að nýju í baráttu við þær bestu í heimi, orðin 40 ára gömul. „Hún er að gera einhverja sýningu úr þessu. Ég get ekki séð þetta fyrir mér öðruvísi,“ sagði Wasmeier. Markus Wasmeier átti farsælan feril sem skíðamaður.Getty/Sven Hoppe Vonn vann á sínum ferli meðal annars þrenn Ólympíuverðlaun, átta verðlaun á heimsmeistaramótum og 82 heimsbikarmót. Wasmeier vill að hún njóti einfaldlega þess sem hún afrekaði á sínum ferli, í stað þess að snúa aftur. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Skíðaíþróttir Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sjá meira
Vonn er sögð stefna á að snúa aftur til keppni í Beaver Creek í Colorado um miðjan desember. Á meðan margir eru eflaust spenntir fyrir þeirri hugmynd að sjá þessa mögnuðu skíðakonu snúa aftur, eftir að hún neyddist til að hætta vegna meiðsla, eru ekki allir jafnhrifnir. Þeirra á meðal er hinn 61 árs gamli Wasmeier, tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, en hann tjáði sig um málið á sjónvarpsstöðinni Sport 1. „Að mínu mati er þetta bara einhver sýning. Þetta jaðrar við að vera hneyksli,“ sagði Wasmeier sem telur hreinlega hættulegt fyrir Vonn að ætla að bruna niður brekkurnar að nýju í baráttu við þær bestu í heimi, orðin 40 ára gömul. „Hún er að gera einhverja sýningu úr þessu. Ég get ekki séð þetta fyrir mér öðruvísi,“ sagði Wasmeier. Markus Wasmeier átti farsælan feril sem skíðamaður.Getty/Sven Hoppe Vonn vann á sínum ferli meðal annars þrenn Ólympíuverðlaun, átta verðlaun á heimsmeistaramótum og 82 heimsbikarmót. Wasmeier vill að hún njóti einfaldlega þess sem hún afrekaði á sínum ferli, í stað þess að snúa aftur. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier.
Skíðaíþróttir Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti