Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 10:00 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Hún segir verkföll kennara geta mismunað börnum. Verkföllin eru í ákveðnum skólum en ekki öllum. Vísir/Einar Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
„Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira