Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórnmálaflokkar sótt hart að réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum. Svo virðist sem staða launafólks megi ekki vera sterk eða réttindi góð. Eitt þeirra mála eru starfsréttindi þar sem kröfur eru gerðar til menntunar og færni til að sinna ákveðnum störfum svo sem störf iðnaðarmanna. Til þess að starfa sem húsasmiður þá þarft þú að hafa lokið sveinsprófi sem slíkur, þú þarft að vera rafvirki til að vinna verkefni rafvirkja, matreiðslumaður til að elda matinn á vinnustöðum og stýra rekstri mötuneyta. Þessar kröfur eru ekki tilkomnar að ástæðulausu. Það þarf að tryggja fagmennsku og þekkingu í þessum störfum. Allar þær kröfur sem gerðar eru til starfanna eru tilkomnar ýmist vegna gæða, þjónustu eða öryggismála. Við sem samfélag gerum kröfur til þess að húsin okkar séu vel byggð þannig að ekki stafi hætta af þeim, þannig að síður komi fram gallar á húsnæðinu og að öryggi starfsfólks sé tryggt á meðan á byggingu stendur. Með aukinni þekkingu á verklagi er hægt að tryggja öryggi á vinnustöðum þannig að fólk fari heilt heim úr vinnu á hverjum degi. Þegar slakað er á kröfum eykst hættan á „frávikum“ verulega og getur öryggi og heilsu fólks verið ógnað. Það er þess vegna sem gríðarlega mikilvægt er að vanda til verka, gera ríkar kröfur til fyrirtækja sem taka að sér hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Við sem samfélag verðum að gera ríkar kröfur til allra til þess að tryggja öryggi á vinnustöðum. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við dauðsföll á vinnustöðum. Í byggingariðnaði, þar sem flest vinnuslys hafa orðið á undanförnum misserum, þurfum við sérstaklega að taka höndum saman til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir öll slys. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að standa vörð um löggiltar iðngreinar og þar þurfum við frekar að sækja fram um að bæta lagaumgjörð um þær í stað þess að brjóta þær niður. Ég mun beita mér fyrir bættu starfsumhverfi iðnaðarmanna þar sem réttindi verða varin. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Samfylkingin Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórnmálaflokkar sótt hart að réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum. Svo virðist sem staða launafólks megi ekki vera sterk eða réttindi góð. Eitt þeirra mála eru starfsréttindi þar sem kröfur eru gerðar til menntunar og færni til að sinna ákveðnum störfum svo sem störf iðnaðarmanna. Til þess að starfa sem húsasmiður þá þarft þú að hafa lokið sveinsprófi sem slíkur, þú þarft að vera rafvirki til að vinna verkefni rafvirkja, matreiðslumaður til að elda matinn á vinnustöðum og stýra rekstri mötuneyta. Þessar kröfur eru ekki tilkomnar að ástæðulausu. Það þarf að tryggja fagmennsku og þekkingu í þessum störfum. Allar þær kröfur sem gerðar eru til starfanna eru tilkomnar ýmist vegna gæða, þjónustu eða öryggismála. Við sem samfélag gerum kröfur til þess að húsin okkar séu vel byggð þannig að ekki stafi hætta af þeim, þannig að síður komi fram gallar á húsnæðinu og að öryggi starfsfólks sé tryggt á meðan á byggingu stendur. Með aukinni þekkingu á verklagi er hægt að tryggja öryggi á vinnustöðum þannig að fólk fari heilt heim úr vinnu á hverjum degi. Þegar slakað er á kröfum eykst hættan á „frávikum“ verulega og getur öryggi og heilsu fólks verið ógnað. Það er þess vegna sem gríðarlega mikilvægt er að vanda til verka, gera ríkar kröfur til fyrirtækja sem taka að sér hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Við sem samfélag verðum að gera ríkar kröfur til allra til þess að tryggja öryggi á vinnustöðum. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við dauðsföll á vinnustöðum. Í byggingariðnaði, þar sem flest vinnuslys hafa orðið á undanförnum misserum, þurfum við sérstaklega að taka höndum saman til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir öll slys. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að standa vörð um löggiltar iðngreinar og þar þurfum við frekar að sækja fram um að bæta lagaumgjörð um þær í stað þess að brjóta þær niður. Ég mun beita mér fyrir bættu starfsumhverfi iðnaðarmanna þar sem réttindi verða varin. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun