Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 19:11 Harris fékk einungis 224 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að vinna kosningarnar. Vísir/Getty Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. Frá þessu greinir aðstoðarmaður innan kosningateymis Harris. Símtalið markar ákveðin endalok harðrar og heiftarlegrar kosningabaráttu þeirra tveggja. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC fréttaveitunnar, þar sem Harris mun ávarpa stuðningsmenn sína og aðra kjósendur: Aðstoðarmaður Harris ítrekaði við fjölmiðla mikilvægi þess að valdaskiptin sem framundan eru verði friðsamleg og að til valda komist forseti sem verði forseti allra Bandaríkjamanna. Sem stendur hefur Donald Trump tryggt sér 292 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að hljóta kjör sem forseti. Nú síðast varð ljóst að hann hefði sigrað í Michigan-ríki, sem Joe Biden hafði sigrað fyrir fjórum árum síðan. Nú stefnir í að Trump verði fyrsti frambjóðandi repúblikana í tuttugu ár til þess að vinna vinsældarkosninguna, þ.e. hljóta fleiri atkvæði en frambjóðandi demókrata. Sá síðasti sem gerði það úr röðum repúblikana var George W. Bush árið 2004. Búist var við því að Harris myndi hljóta fleiri atkvæði þrátt fyrir tap, líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016, en sem stendur er Trump með 71.930.743 atkvæði á landsvísu gegn 67.086.484 atkvæðum Harris. Búist er við því að Harris ávarpi stuðningsmenn klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Joe Biden Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Frá þessu greinir aðstoðarmaður innan kosningateymis Harris. Símtalið markar ákveðin endalok harðrar og heiftarlegrar kosningabaráttu þeirra tveggja. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC fréttaveitunnar, þar sem Harris mun ávarpa stuðningsmenn sína og aðra kjósendur: Aðstoðarmaður Harris ítrekaði við fjölmiðla mikilvægi þess að valdaskiptin sem framundan eru verði friðsamleg og að til valda komist forseti sem verði forseti allra Bandaríkjamanna. Sem stendur hefur Donald Trump tryggt sér 292 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að hljóta kjör sem forseti. Nú síðast varð ljóst að hann hefði sigrað í Michigan-ríki, sem Joe Biden hafði sigrað fyrir fjórum árum síðan. Nú stefnir í að Trump verði fyrsti frambjóðandi repúblikana í tuttugu ár til þess að vinna vinsældarkosninguna, þ.e. hljóta fleiri atkvæði en frambjóðandi demókrata. Sá síðasti sem gerði það úr röðum repúblikana var George W. Bush árið 2004. Búist var við því að Harris myndi hljóta fleiri atkvæði þrátt fyrir tap, líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016, en sem stendur er Trump með 71.930.743 atkvæði á landsvísu gegn 67.086.484 atkvæðum Harris. Búist er við því að Harris ávarpi stuðningsmenn klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Joe Biden Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira