Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 08:48 Bernie Sanders náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont í kosningunum á þriðjudag. Hann hefur setið á þinginu frá árinu 2007. AP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Þetta sagði Sanders í færslu á samfélagsmiðlinum X skömmu eftir að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata ávarpaði stuðningsmenn sína í Washington DC í gærkvöldi. Sanders hefur setið sem öldungadeildarþingmaður Vermont frá árinu 2007 og náði endurkjöri á þriðjudag. Hann er óháður þingmaður en hefur áður sóst eftir að verða forsetaefni Demókrata. Donald Trump vann afgerandi sigur á Demókratanum Harris í forsetakosningunum á þriðjudag og þá tryggðu Repúblikanar sér meirihluta í öldungadeildinni. Margt bendir sömuleiðis til að Repúblikanar muni halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. It should come as no great surprise that a Democratic Party which has abandoned working class people would find that the working class has abandoned them.While the Democratic leadership defends the status quo, the American people are angry and want change.And they’re right. pic.twitter.com/lM2gSJmQFL— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 6, 2024 Sanders segir alveg ljóst að gera þurfi róttækar breytingar innan Demókrataflokksins og að kosningabarátta flokksins hafi í raun verið „hörmuleg“. Fyrst hafi flokkurinn misst frá sér hvíta kjósendur með verkalýðsbakgrunn og svo hafi þeir misst frá sér svarta kjósendur og þá að rómönskum uppruna. „Á sama tíma og leiðtogar flokksins verja óbreytt ástand er bandaríska þjóðin reið og vill breytingar,“ segir Sanders. „Næstu vikurnar og mánuðina munu þau okkar sem hafa áhyggjur af grasrótarlýðræði og efnahagslegu réttlæti þurfa að eiga alvarleg, pólitísk samtöl. Fylgist með áfram.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29 „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6. nóvember 2024 22:29
„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. 6. nóvember 2024 20:30