Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 12:02 Þorsteinn Leó Gunnarsson í kunnuglegri stöðu. Hann skoraði átta mörk í níu skotum gegn Bosníu. vísir/anton Grípa, upp, skjóta og BÚMM! Aftur og aftur og aftur. Stundum er fegurðin fólgin í því frumstæða, handboltanum í sinni hráustu mynd. Þorsteinn Leó Gunnarsson minnti okkur á það í gær. „Ég fékk bara fullt skotleyfi og ég auðvitað nýtti mér það. Þeir sögðu mér bara að vaða á þetta og fara hundrað prósent. Ég gerði það bara,“ sagði Þorsteinn eftir stórleik sinn í viðureign Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í gærkvöldi. Kvöldið þar sem hann kynnti sig fyrir hinum almenna Íslendingi. Busaballið hans. Þetta var reyndar ekki fyrsti landsleikur Þorsteins og handboltaáhugafólk hefur fylgst með honum í nokkur ár. Hann er nú einu sinni atvinnumaður í greininni. En í gær stimplaði hann sig inn hjá Jóa á bolnum, Dúdda Liverpool og Dilla á lyftaranum (nikk til Bestu plötu manna). Eftir mikið hnoð og stirða sókn í fyrri hálfleik losaði Þorsteinn um stífluna þegar hann kom inn á í byrjun seinni hálfleiks. Þegar yfir lauk hafði hann skorað átta mörk úr níu skotum í 32-26 sigri Íslands. Strákarnir okkar skoruðu aðeins tólf mörk í fyrri hálfleik en tuttugu í þeim seinni og sigurinn var á endanum öruggur. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson jós Þorstein lofi eftir leikinn. „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar [Ingi Magnússon] og Janus [Daði Smárason] gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið,“ sagði Snorri. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ Eins og Snorri sagði býr Þorsteinn yfir eiginleikum sem íslenska landsliðið hefur ekki haft í mörg ár. Hávaxin skytta af gamla skólanum sem getur lyft sér upp langt fyrir utan og neglt á markið. Mótvægi við hina frábæru útispilarana sem við eigum. Með tilkomu Þorsteins ættu lið ekki að geta komist upp með að negla tjaldhælunum á sex metrunum og bjóða íslenska liðinu að skjóta fyrir utan. Þorsteinn gerði þetta auðvitað ekki einn og eins og Snorri nefndi opnuðu Ómar og Janus fyrir hann hvað eftir annað og komu honum í þær stöður sem hann er bestur í. Og Þorsteinn gekk á lagið og kláraði færin sín, aftur og aftur. Útilínan Ómar-Janus-Þorsteinn leit allavega hrikalega vel út. Það er auðvitað freistandi að fara fram úr sér eftir þessa góðu frumraun en vísara að stíga varlega til jarðar. Andstæðingurinn var ekki sá besti, þrátt fyrir að vera með heimsklassa markvörð, og Þorsteinn mun ekki spila svona í öllum landsleikjum. En mikið ofboðslega lofaði hann góðu. Það er heldur ekki eins og Þorsteinn sé að gera þetta í fyrsta skipti. Hann var einn besti leikmaður deildarinnar hér heima áður en hann hélt til Porto þar sem hann hefur spilað stórvel og er þriðji markahæsti leikmaður portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Og Þorsteinn var í lykilhlutverki hjá íslenska U-20 ára landsliðinu sem vann brons á HM í fyrra. Þorsteinn sýndi allavega að hann getur hjálpað íslenska liðinu á HM í janúar. Hann er vopn sem við höfum varla haft síðan í svarthvítu. Það virðist allavega vera í genunum að vera góður að kasta hlutum. Systir hans er kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. Og megi þau gleðja íslenskt íþróttaáhugafólk sem mest á næstum árum. Utan vallar Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
„Ég fékk bara fullt skotleyfi og ég auðvitað nýtti mér það. Þeir sögðu mér bara að vaða á þetta og fara hundrað prósent. Ég gerði það bara,“ sagði Þorsteinn eftir stórleik sinn í viðureign Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í gærkvöldi. Kvöldið þar sem hann kynnti sig fyrir hinum almenna Íslendingi. Busaballið hans. Þetta var reyndar ekki fyrsti landsleikur Þorsteins og handboltaáhugafólk hefur fylgst með honum í nokkur ár. Hann er nú einu sinni atvinnumaður í greininni. En í gær stimplaði hann sig inn hjá Jóa á bolnum, Dúdda Liverpool og Dilla á lyftaranum (nikk til Bestu plötu manna). Eftir mikið hnoð og stirða sókn í fyrri hálfleik losaði Þorsteinn um stífluna þegar hann kom inn á í byrjun seinni hálfleiks. Þegar yfir lauk hafði hann skorað átta mörk úr níu skotum í 32-26 sigri Íslands. Strákarnir okkar skoruðu aðeins tólf mörk í fyrri hálfleik en tuttugu í þeim seinni og sigurinn var á endanum öruggur. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson jós Þorstein lofi eftir leikinn. „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar [Ingi Magnússon] og Janus [Daði Smárason] gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið,“ sagði Snorri. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ Eins og Snorri sagði býr Þorsteinn yfir eiginleikum sem íslenska landsliðið hefur ekki haft í mörg ár. Hávaxin skytta af gamla skólanum sem getur lyft sér upp langt fyrir utan og neglt á markið. Mótvægi við hina frábæru útispilarana sem við eigum. Með tilkomu Þorsteins ættu lið ekki að geta komist upp með að negla tjaldhælunum á sex metrunum og bjóða íslenska liðinu að skjóta fyrir utan. Þorsteinn gerði þetta auðvitað ekki einn og eins og Snorri nefndi opnuðu Ómar og Janus fyrir hann hvað eftir annað og komu honum í þær stöður sem hann er bestur í. Og Þorsteinn gekk á lagið og kláraði færin sín, aftur og aftur. Útilínan Ómar-Janus-Þorsteinn leit allavega hrikalega vel út. Það er auðvitað freistandi að fara fram úr sér eftir þessa góðu frumraun en vísara að stíga varlega til jarðar. Andstæðingurinn var ekki sá besti, þrátt fyrir að vera með heimsklassa markvörð, og Þorsteinn mun ekki spila svona í öllum landsleikjum. En mikið ofboðslega lofaði hann góðu. Það er heldur ekki eins og Þorsteinn sé að gera þetta í fyrsta skipti. Hann var einn besti leikmaður deildarinnar hér heima áður en hann hélt til Porto þar sem hann hefur spilað stórvel og er þriðji markahæsti leikmaður portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Og Þorsteinn var í lykilhlutverki hjá íslenska U-20 ára landsliðinu sem vann brons á HM í fyrra. Þorsteinn sýndi allavega að hann getur hjálpað íslenska liðinu á HM í janúar. Hann er vopn sem við höfum varla haft síðan í svarthvítu. Það virðist allavega vera í genunum að vera góður að kasta hlutum. Systir hans er kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. Og megi þau gleðja íslenskt íþróttaáhugafólk sem mest á næstum árum.
Utan vallar Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira