Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 18:52 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í fyrra um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Landsréttur kveður þó á um lægri bætur en kveðið var á um í héraðsdómi til Vinnslustöðvarinnar. Þar voru þær samanlagt 515 milljónir til Vinnslustöðvarinnar en eru núna um 269,5 milljónir. Dómar Landsréttar voru birtir síðdegis í dag. Þar kemur fram að kröfur Vinnslustöðvarinnar fyrir árin 2011 og 2012 voru fyrndar en ríkinu gert að greiða bætur vegna áranna 2013 til 2018. Dómur Héraðsdóms um Hugin stendur óraskaður og er því ríkinu gert að greiða Hugin um 329 milljónir í bætur með vöxtum. Samanlagt þarf ríkið því að greiða um 625,5 milljónir í bætur. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37 Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04 Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Landsréttur kveður þó á um lægri bætur en kveðið var á um í héraðsdómi til Vinnslustöðvarinnar. Þar voru þær samanlagt 515 milljónir til Vinnslustöðvarinnar en eru núna um 269,5 milljónir. Dómar Landsréttar voru birtir síðdegis í dag. Þar kemur fram að kröfur Vinnslustöðvarinnar fyrir árin 2011 og 2012 voru fyrndar en ríkinu gert að greiða bætur vegna áranna 2013 til 2018. Dómur Héraðsdóms um Hugin stendur óraskaður og er því ríkinu gert að greiða Hugin um 329 milljónir í bætur með vöxtum. Samanlagt þarf ríkið því að greiða um 625,5 milljónir í bætur. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.
Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37 Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04 Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37
Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04
Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun