Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 18:52 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í fyrra um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Landsréttur kveður þó á um lægri bætur en kveðið var á um í héraðsdómi til Vinnslustöðvarinnar. Þar voru þær samanlagt 515 milljónir til Vinnslustöðvarinnar en eru núna um 269,5 milljónir. Dómar Landsréttar voru birtir síðdegis í dag. Þar kemur fram að kröfur Vinnslustöðvarinnar fyrir árin 2011 og 2012 voru fyrndar en ríkinu gert að greiða bætur vegna áranna 2013 til 2018. Dómur Héraðsdóms um Hugin stendur óraskaður og er því ríkinu gert að greiða Hugin um 329 milljónir í bætur með vöxtum. Samanlagt þarf ríkið því að greiða um 625,5 milljónir í bætur. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37 Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04 Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Landsréttur kveður þó á um lægri bætur en kveðið var á um í héraðsdómi til Vinnslustöðvarinnar. Þar voru þær samanlagt 515 milljónir til Vinnslustöðvarinnar en eru núna um 269,5 milljónir. Dómar Landsréttar voru birtir síðdegis í dag. Þar kemur fram að kröfur Vinnslustöðvarinnar fyrir árin 2011 og 2012 voru fyrndar en ríkinu gert að greiða bætur vegna áranna 2013 til 2018. Dómur Héraðsdóms um Hugin stendur óraskaður og er því ríkinu gert að greiða Hugin um 329 milljónir í bætur með vöxtum. Samanlagt þarf ríkið því að greiða um 625,5 milljónir í bætur. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.
Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37 Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04 Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum. 9. október 2024 17:37
Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. 6. september 2024 09:04
Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. 6. júní 2023 18:07