Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 22:30 Pétur Ingvarsson er ekki að leita að sömu týpu af leikmanni og Remy Martin og Wendell Green eru. vísir Keflavík spilaði eingöngu á Schengen-samþykktum leikmönnum í sigri sínum gegn ÍR. 79-91 varð niðurstaðan í Skógarselinu. Þjálfarinn Pétur Ingvarsson var nokkuð sáttur eftir leik þrátt fyrir að hafa orðið aðeins hræddur undir lokin. Hann leitur nú að nýjum bandarískum leikmanni og vill finna einhvern fjölhæfari en Remy Martin og Wendell Green. „Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum