Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2024 08:08 Slökkviliðsmenn notuðu bæði kalk og vatn til að takast á við slysið. Vísir Slökkvilið Vesturbyggðar sinnti útkalli í nótt vegna mengunarslyss þegar þúsund lítrar af maurasýru láku úr bamba á iðnaðarsvæði á Bíldudal. Engan sakaði en maurasýra er gríðarlega ertandi, bæði við snertingu og innöndun. Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mannskapur af þremur stöðvum hafi sinnt útkallinu, frá Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Voru að afferma bílinn um miðja nótt Um klukkan eitt í nótt hafi verið að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði þegar gat kom á einn bambann. Maurasýra er notuð í margvíslegum tilgangi, svo sem í fóðurgerð, votheysgerð og verkun á ýmsum fiskiafurðum. Hér má sjá svokallaðan bamba.Vísir Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að forða sér án þess að fá á sig maurasýruna eða anda henni að sér í of miklu magni. Maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum hefðbundinn slökkviliðsbúning. Þá sé uppgufun af henni skaðleg bæði öndunarfærum og augum. Engin hætta á ferð lengur Hann segir að slökkvilið hafi notað kalk til þess að vega upp á móti sýrunni og hlutleysa hana. Sýnataka hafi staðreynt að hætta væri ekki lengur til staðar eftir aðgerðir slökkviliðsins. Jarðvegurinn á svæðinu sé þó gljúpur og einhver sýra hafi því lekið niður í jarðveginn og þaðan út í sjó. Maurasýra blandist vel vatni og því sé ekki talið að nein hætta sé á ferð. Þá segir hann að svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð sé í nágrenni þess. Því hafi íbúum Bíldudals engin hætta stafað af mengunarslysinu. Vesturbyggð Slökkvilið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mannskapur af þremur stöðvum hafi sinnt útkallinu, frá Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði. Voru að afferma bílinn um miðja nótt Um klukkan eitt í nótt hafi verið að afferma flutningabíl fullan af bömbum fylltum maurasýru á iðnaðarsvæði þegar gat kom á einn bambann. Maurasýra er notuð í margvíslegum tilgangi, svo sem í fóðurgerð, votheysgerð og verkun á ýmsum fiskiafurðum. Hér má sjá svokallaðan bamba.Vísir Davíð Rúnar segir að starfsmönnnum á svæðinu hafi tekist að forða sér án þess að fá á sig maurasýruna eða anda henni að sér í of miklu magni. Maurasýra sé svo ertandi að hún brenni í gegnum hefðbundinn slökkviliðsbúning. Þá sé uppgufun af henni skaðleg bæði öndunarfærum og augum. Engin hætta á ferð lengur Hann segir að slökkvilið hafi notað kalk til þess að vega upp á móti sýrunni og hlutleysa hana. Sýnataka hafi staðreynt að hætta væri ekki lengur til staðar eftir aðgerðir slökkviliðsins. Jarðvegurinn á svæðinu sé þó gljúpur og einhver sýra hafi því lekið niður í jarðveginn og þaðan út í sjó. Maurasýra blandist vel vatni og því sé ekki talið að nein hætta sé á ferð. Þá segir hann að svæðið sé iðnaðarsvæði og lítil íbúabyggð sé í nágrenni þess. Því hafi íbúum Bíldudals engin hætta stafað af mengunarslysinu.
Vesturbyggð Slökkvilið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira