Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Rodri fékk Gullhnöttinn að þessu sinni og fulltrúi Íslands í kjörinu var sammála því. Hér mætir Rodri á hófið. Getty/Stephane Cardinale Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins. Það var mjög lítill munur á efstu mönnum sem kemur ekki á óvart. Rodri fékk 1170 stig en Vinicius 1129 stig. Munurinn hefur áður verið lítill en nú var tekið upp nýtt stigakerfi. Að þessu sinni fékk leikmaður fimmtán stig fyrir fyrsta sæti á lista fjölmiðlamanna frá hundrað efstu þjóðum á FIFA-listanum. Næsti maður fékk síðan 12 stig, svo 10, 8, 7, 5, 4, 3, 2 og 1. 99 af 100 með kosningarrétt kusu en sýrlenskur blaðamaður skilaði ekki atkvæði sínu. Níu leikmenn fengu atkvæði í efsta sætið en auk Rodri og Vinicius Junior voru það Jude Bellingham (5 atkvæði), Dani Carvajal (4), Toni Kroos (2), Kylian Mbappé, Erling Haaland, Lautaro Martinez og svo auðvitað Ademola Lookman. Í frétt L'Équipe kemur fram að enginn sem kaus hafi verið með alla tíu í réttri röð og enginn heldur með þá fimm efstu í réttri röð. Það voru hins vegar sjö sem voru með efstu fjóra í réttri röð eða þá Rodri, Vinicius Jr., Bellingham og Carvajal. Þeir blaðamenn komu frá Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Norður-Írlandi, Noregi, Slóvakíu og svo Íslandi. Atkvæði Íslands er í höndum Víðis Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og höfund árbókarinnar um Íslenska Knattspyrnu frá árinu 1982. Fimm tíu manna listar voru ekki með Rodri á lista og þrír voru ekki með Vinicius Jr. meðal þeirra tíu bestu í heimi. Einn af þeim sem var ekki með Vinicius á lista var blaðamaður frá Ekvador. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að vissulega væri Vinicius góður leikmaður en karakter hans og framkoma hafi orðið til þess að hann vildi ekki hafa hann inn á topp tíu hjá sér. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Spænski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Sjá meira
Það var mjög lítill munur á efstu mönnum sem kemur ekki á óvart. Rodri fékk 1170 stig en Vinicius 1129 stig. Munurinn hefur áður verið lítill en nú var tekið upp nýtt stigakerfi. Að þessu sinni fékk leikmaður fimmtán stig fyrir fyrsta sæti á lista fjölmiðlamanna frá hundrað efstu þjóðum á FIFA-listanum. Næsti maður fékk síðan 12 stig, svo 10, 8, 7, 5, 4, 3, 2 og 1. 99 af 100 með kosningarrétt kusu en sýrlenskur blaðamaður skilaði ekki atkvæði sínu. Níu leikmenn fengu atkvæði í efsta sætið en auk Rodri og Vinicius Junior voru það Jude Bellingham (5 atkvæði), Dani Carvajal (4), Toni Kroos (2), Kylian Mbappé, Erling Haaland, Lautaro Martinez og svo auðvitað Ademola Lookman. Í frétt L'Équipe kemur fram að enginn sem kaus hafi verið með alla tíu í réttri röð og enginn heldur með þá fimm efstu í réttri röð. Það voru hins vegar sjö sem voru með efstu fjóra í réttri röð eða þá Rodri, Vinicius Jr., Bellingham og Carvajal. Þeir blaðamenn komu frá Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Norður-Írlandi, Noregi, Slóvakíu og svo Íslandi. Atkvæði Íslands er í höndum Víðis Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og höfund árbókarinnar um Íslenska Knattspyrnu frá árinu 1982. Fimm tíu manna listar voru ekki með Rodri á lista og þrír voru ekki með Vinicius Jr. meðal þeirra tíu bestu í heimi. Einn af þeim sem var ekki með Vinicius á lista var blaðamaður frá Ekvador. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að vissulega væri Vinicius góður leikmaður en karakter hans og framkoma hafi orðið til þess að hann vildi ekki hafa hann inn á topp tíu hjá sér. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Spænski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Sjá meira