Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:32 Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun