Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 21:08 Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Vísir/sigurjón Mosfellsbær hyggst fjárfesta aukalega rúmum hundrað milljónum í forvarnarstarf fyrir börn og ungmenni bæjarins á næsta ári. Þessi ákvörðun er tekin vegna óheillaþróunar og fjölgunar barnaverndarmála. Þessi aukafjárveiting í þágu barna er liður í átaki bæjarins sem nefnist „börnin okkar“. Í morgun bauð bærinn til kynningarfundar á átakinu þar sem tuttugu og sjö viðbótaraðgerðir í málefnum barna og ungmenna voru kynntar. Regína Ávaldsdóttir er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við getum nefnt sem dæmi aukna sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Við erum að tala um hækkun á frístundastyrk, við erum að tala um að opna frístundahúsin á kvöldin og um helgar. Við erum að tala um aðstöðu fyrir rafíþróttir, við erum að tala um námskeið fyrir foreldra og kennara og við erum líka að tala um samskiptasáttmála á milli foreldra og skóla.“ Bæjarstjórnin ákvað að grípa inn í af krafti vegna óheillaþróunar. „Grunnurinn er aukning í barnaverndartilkynningum. Það er fimmtíu prósenta aukning sem við sjáum á fyrstu tíu mánuðum ársins. Það er ekkert bara bundið við Mosfellsbæ heldur er þetta um allt land. Við höfum auðvitað orðið vör við mikla umræðu og upplifað hræðilega atburði sem hafa gerst í samfélaginu þannig að þetta er okkar framlag. Við bara litum inn á við og fengum ráð bæði frá foreldrum og okkar besta fagfólki. Við höldum að við séum búin að móta góða áætlun sem tekur á mjög mörgum þáttum.“Gestir á kynningafundi í morgun voru beðnir um að skrifa á hjarta það sem þeim finnst mikilvægast til að tryggja öryggi og vellíðan barna og ungmenna. Mosfellsbær Barnavernd Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þessi aukafjárveiting í þágu barna er liður í átaki bæjarins sem nefnist „börnin okkar“. Í morgun bauð bærinn til kynningarfundar á átakinu þar sem tuttugu og sjö viðbótaraðgerðir í málefnum barna og ungmenna voru kynntar. Regína Ávaldsdóttir er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við getum nefnt sem dæmi aukna sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Við erum að tala um hækkun á frístundastyrk, við erum að tala um að opna frístundahúsin á kvöldin og um helgar. Við erum að tala um aðstöðu fyrir rafíþróttir, við erum að tala um námskeið fyrir foreldra og kennara og við erum líka að tala um samskiptasáttmála á milli foreldra og skóla.“ Bæjarstjórnin ákvað að grípa inn í af krafti vegna óheillaþróunar. „Grunnurinn er aukning í barnaverndartilkynningum. Það er fimmtíu prósenta aukning sem við sjáum á fyrstu tíu mánuðum ársins. Það er ekkert bara bundið við Mosfellsbæ heldur er þetta um allt land. Við höfum auðvitað orðið vör við mikla umræðu og upplifað hræðilega atburði sem hafa gerst í samfélaginu þannig að þetta er okkar framlag. Við bara litum inn á við og fengum ráð bæði frá foreldrum og okkar besta fagfólki. Við höldum að við séum búin að móta góða áætlun sem tekur á mjög mörgum þáttum.“Gestir á kynningafundi í morgun voru beðnir um að skrifa á hjarta það sem þeim finnst mikilvægast til að tryggja öryggi og vellíðan barna og ungmenna.
Mosfellsbær Barnavernd Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira