Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2024 11:35 Landsbankinn telur stýrivexti á nokkuð hraðri niðurleið. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd lækki stýrivexti um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Gangi spáin eftir verða stýrivextir þeir lægstu síðan í maí í fyrra. Í grein þess efnis á vef Landsbankans segir að verðbólga hafi hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og greiningardeildin spái því að hún mælist 4,5 prósent í nóvember. Loks megi greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hafi á launahækkunum. Peningalegt aðhald hafi aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 20. nóvember. Nefndin hóf vaxtalækkunarferli í október með varfærinni lækkun um 0,25 prósentur. Á vef Landsbankans segir að greiningardeildin telji að í ljósi hjaðnandi verðbólgu og ýmissa merkja um að eftirspurn sé á undanhaldi haldi nefndin áfram að lækka vexti og tilkynni um 0,5 prósentustiga lækkun í næstu viku. Stýrivextir færu þá niður í 8,50 prósent. Stýrivextir voru síðast lægri en 8,75 prósent í maí í fyrra, þegar þeir voru 7,5 prósent. „Við teljum að nefndin taki til greina átök á opinberum vinnumarkaði og veki athygli á því að óvissa á vinnumarkaði og óhóflegar launahækkanir gætu hægt á vaxtalækkunarferlinu.“ Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Í grein þess efnis á vef Landsbankans segir að verðbólga hafi hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og greiningardeildin spái því að hún mælist 4,5 prósent í nóvember. Loks megi greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hafi á launahækkunum. Peningalegt aðhald hafi aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 20. nóvember. Nefndin hóf vaxtalækkunarferli í október með varfærinni lækkun um 0,25 prósentur. Á vef Landsbankans segir að greiningardeildin telji að í ljósi hjaðnandi verðbólgu og ýmissa merkja um að eftirspurn sé á undanhaldi haldi nefndin áfram að lækka vexti og tilkynni um 0,5 prósentustiga lækkun í næstu viku. Stýrivextir færu þá niður í 8,50 prósent. Stýrivextir voru síðast lægri en 8,75 prósent í maí í fyrra, þegar þeir voru 7,5 prósent. „Við teljum að nefndin taki til greina átök á opinberum vinnumarkaði og veki athygli á því að óvissa á vinnumarkaði og óhóflegar launahækkanir gætu hægt á vaxtalækkunarferlinu.“
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29