Sú írska keppir einnig á sama kvöldi og Paul og Tyson og sat blaðamannafund fyrir viðburðinn.
Þar spáði hún Tyson sigri á Paul. Samfélagsmiðlastjarnan brást heldur illa við þessum spádómi Taylors og spurði hvað hún vildi leggja undir. Ekki stóð á svari hjá þeirri írsku sem lagði allan ágóða sinn af bardaganum undir.
Talið er að Taylor fái 4,7 milljónir punda fyrir bardagann gegn Amöndu Serrano í kvöld. Aldrei hefur kona fengið jafn mikið fyrir bardaga í boxsögunni.
Taylor sigraði Serrano þegar þær mættust í Madison Square Garden í New York í apríl 2022. Taylor hefur unnið 23 af 24 bardögum sínum á atvinnumannaferlinum. Eina tapið kom gegn Chantelle Cameron í maí í fyrra. Taylor hefndi svo fyrir það nokkrum mánuðum seinna.
Bardagi Paul og Tyson verður sýndur á Netflix.