Messi: Þú ert hugleysingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 22:33 Lionel Messi lætur Anderson Daronco dómara heyra það í leik Argentínu og Paragvæ. Getty/Christian Alvarenga/ Lionel Messi var allt annað en ánægður með dómarann í 2-1 tapi heimsmeistara Argentínu á móti Paragvæ í undankeppni HM í nótt. Argentínumenn komust yfir með marki Lautaro Martinez eftir aðeins ellefu mínútur en frábær hjólhestaspyrna Eduardo Sanabria jafnaði leikinn og varnarmaðurinn Alderete skoraði síðan sigurmarkið snemma í seinni hálfleik eftir aukaspyrnu. Tapið breytir ekki því að argentínska landsliðið er enn í toppsæti Suðurameríkuriðilsins með 22 stig úr ellefu leikjum. Paragvæ komst upp í sjötta sætið með sigrinum en sex efstu þjóðirnar komast á HM. Lionel Messi var í byrjunarliði Argentínu en hann komst lítið áleiðis. Þetta var ekki góð vika fyrir hann því Inter Miami datt út úr úrslitakeppni MLS-deildarinnar um síðustu helgi. Messi var líka mjög pirraður út í dómara leiksins. Samskipti þeirra náðust á upptöku. „Þú ert hugleysingi,“ sagði Messi við dómarann eftir að lokaflautið gall og benti á hann. Messi bætti seina við: „Ég kann ekki vel við þig.“ Messi var ekki að koma vel út með þessari framkomi sinni að það verða líklega engir eftirmálar af henni. Brasilíumaðurinn Anderson Daronco dæmdi leikinn. Messi er markahæsti leikmaður Suðurameríkuriðilsins með sex mörk. Hann hafði átt þátt í fimm mörkum (3 mörk og 2 stoðsendingar) í leiknum á undan þar sem Argentínu menn unnu 6-0 sigur á Bólivíu. Að þessu sinni gekk ekkert upp hjá kappanum. Þrátt fyrir þennan pirring og þessi samskipti við brasilíska dómarann þá slapp Messi við spjald. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Argentínumenn komust yfir með marki Lautaro Martinez eftir aðeins ellefu mínútur en frábær hjólhestaspyrna Eduardo Sanabria jafnaði leikinn og varnarmaðurinn Alderete skoraði síðan sigurmarkið snemma í seinni hálfleik eftir aukaspyrnu. Tapið breytir ekki því að argentínska landsliðið er enn í toppsæti Suðurameríkuriðilsins með 22 stig úr ellefu leikjum. Paragvæ komst upp í sjötta sætið með sigrinum en sex efstu þjóðirnar komast á HM. Lionel Messi var í byrjunarliði Argentínu en hann komst lítið áleiðis. Þetta var ekki góð vika fyrir hann því Inter Miami datt út úr úrslitakeppni MLS-deildarinnar um síðustu helgi. Messi var líka mjög pirraður út í dómara leiksins. Samskipti þeirra náðust á upptöku. „Þú ert hugleysingi,“ sagði Messi við dómarann eftir að lokaflautið gall og benti á hann. Messi bætti seina við: „Ég kann ekki vel við þig.“ Messi var ekki að koma vel út með þessari framkomi sinni að það verða líklega engir eftirmálar af henni. Brasilíumaðurinn Anderson Daronco dæmdi leikinn. Messi er markahæsti leikmaður Suðurameríkuriðilsins með sex mörk. Hann hafði átt þátt í fimm mörkum (3 mörk og 2 stoðsendingar) í leiknum á undan þar sem Argentínu menn unnu 6-0 sigur á Bólivíu. Að þessu sinni gekk ekkert upp hjá kappanum. Þrátt fyrir þennan pirring og þessi samskipti við brasilíska dómarann þá slapp Messi við spjald. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira