Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 17:33 Fylgi Samfylkingar hefur dalað undanfarið. Vísir/Samsett Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. Kosningalíkan Metils er nýjung og byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Hér má sjá niðurstöður kosningaspár Metils frá því í dag.Skjáskot „Í vikunni birtust fylgiskannanir frá Gallup, Maskínu og Prósent sem höfðu sameiginlega nokkur áhrif á fylgisspánna okkar. Samfylkingin dalar lítillega í nýjustu uppfærslu líkansins og er spáð fylgi nú 17%, eins og spáð fylgi Sjálfstæðisflokksins. Enn er þó langt til kosninga og margt getur gerst sem endurspeglast í breiðu öryggisbili fyrir fylgi flokkanna,“ segja aðstandendur líkansins um niðurstöðurnar. Viðreisn bætir við sig og er spáð fylgi flokksins 16 prósent. Þrátt fyrir að líkanið spái Sósíalistaflokknum ekki þingmanni hækka efri öryggismörk fylgisins í sjö prósent vegna góðs gengis í öðrum skoðanakönnunum sem komið hafa út í vikunni. Á heimasíðu Metils kemur einnig fram að í næstu uppfærslu líkansins sé gert ráð fyrir því að bæta við þingsætaspá fyrir flokkana. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Kosningalíkan Metils er nýjung og byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Hér má sjá niðurstöður kosningaspár Metils frá því í dag.Skjáskot „Í vikunni birtust fylgiskannanir frá Gallup, Maskínu og Prósent sem höfðu sameiginlega nokkur áhrif á fylgisspánna okkar. Samfylkingin dalar lítillega í nýjustu uppfærslu líkansins og er spáð fylgi nú 17%, eins og spáð fylgi Sjálfstæðisflokksins. Enn er þó langt til kosninga og margt getur gerst sem endurspeglast í breiðu öryggisbili fyrir fylgi flokkanna,“ segja aðstandendur líkansins um niðurstöðurnar. Viðreisn bætir við sig og er spáð fylgi flokksins 16 prósent. Þrátt fyrir að líkanið spái Sósíalistaflokknum ekki þingmanni hækka efri öryggismörk fylgisins í sjö prósent vegna góðs gengis í öðrum skoðanakönnunum sem komið hafa út í vikunni. Á heimasíðu Metils kemur einnig fram að í næstu uppfærslu líkansins sé gert ráð fyrir því að bæta við þingsætaspá fyrir flokkana.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira