„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:11 Orri Steinn skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira