Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 21:30 Hundrað sjálfboðaliðar lék slasaða. Isavia Umfangsmikil flugslysaæfing var haldin á Keflavíkurflugvelli í dag og voru þátttakendur um 500 talsins. Slíkar æfingar eru með stærstu hópslysaæfingum sem haldnar eru á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að stór flugslysaæfing sé haldin á þriggja til fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem boðið er upp á áætlunarflug. Tvær til fjórar æfingar séu haldnar á ári hverju og allt í allt hafa Isavia og samstarfsaðilar þess haldið ríflega sjötíu flugslysaæfingar frá árinu 1996. Liður í æfingunni var að slökkva eld í flugvélarbúkseftirlíkingu.Isavia Á æfingunni var sett á svið flugslys þar sem flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlenti með þeim afleiðingum að eldur braust út í vélinni. Kveikt var í bílflökum og þeim stillt upp til að líkja eftir flugvélarbúk. Þá voru eldfuglar á æfingasvæði slökkviliðs notaðir. Um 100 manns léku slasaða og voru þeir farðaðir eins og þeir væru með áverka til að líkja sem mest eftir raunverulegu slysi. Eins og fram kom tóku 500 manns þátt í æfingunni.Isavia „Æfingin gekk mjög vel og nú hefst vinna við að rýna viðbrögðin,“ er haft eftir Elvu Tryggvadóttur, verkefnastjóra neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóra. Fram kemur í tilkynningunni að farið verði ítarlega yfir þau atriði sem gengu vel á þessari æfingu, en einnig þau sem betur mættu fara. Í ár hafa, auk æfingarinnar á KEF, verið haldnar flugslysaæfingar á flugvellinum í Grímsey, á Gjögurflugvelli og Hornafjarðarflugvelli.Isavia „Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að æfingunni fyrir afskaplega gott samstarf,“ segir Elva. „Þessi samvinna er svo mikilvæg fyrir viðbúnað við hvers konar hópslysum sem kunna að verða. Þessar æfingar sýna okkur svart á hvítu hvað við erum að gera vel og hvað við getum bætt okkur í.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að stór flugslysaæfing sé haldin á þriggja til fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem boðið er upp á áætlunarflug. Tvær til fjórar æfingar séu haldnar á ári hverju og allt í allt hafa Isavia og samstarfsaðilar þess haldið ríflega sjötíu flugslysaæfingar frá árinu 1996. Liður í æfingunni var að slökkva eld í flugvélarbúkseftirlíkingu.Isavia Á æfingunni var sett á svið flugslys þar sem flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlenti með þeim afleiðingum að eldur braust út í vélinni. Kveikt var í bílflökum og þeim stillt upp til að líkja eftir flugvélarbúk. Þá voru eldfuglar á æfingasvæði slökkviliðs notaðir. Um 100 manns léku slasaða og voru þeir farðaðir eins og þeir væru með áverka til að líkja sem mest eftir raunverulegu slysi. Eins og fram kom tóku 500 manns þátt í æfingunni.Isavia „Æfingin gekk mjög vel og nú hefst vinna við að rýna viðbrögðin,“ er haft eftir Elvu Tryggvadóttur, verkefnastjóra neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóra. Fram kemur í tilkynningunni að farið verði ítarlega yfir þau atriði sem gengu vel á þessari æfingu, en einnig þau sem betur mættu fara. Í ár hafa, auk æfingarinnar á KEF, verið haldnar flugslysaæfingar á flugvellinum í Grímsey, á Gjögurflugvelli og Hornafjarðarflugvelli.Isavia „Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að æfingunni fyrir afskaplega gott samstarf,“ segir Elva. „Þessi samvinna er svo mikilvæg fyrir viðbúnað við hvers konar hópslysum sem kunna að verða. Þessar æfingar sýna okkur svart á hvítu hvað við erum að gera vel og hvað við getum bætt okkur í.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Sjá meira