„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 20:07 Brynjar Karl Sigurðsson er þjálfari Aþenu. Vísir/Hulda margrét Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira