Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:17 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru ekki viðstaddir í þingsal þegar umdeild búvörulög voru samþykkt. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira