Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:02 Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri. Við sem störfum í verkefninu Frú Ragnheiður, sem rekið er af Rauða krossinum, lýsum yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og viljum vekja athygli á mikilvægi Naloxone, nefúða sem virkar sem mótefni gegn ópíóðum og er auðveldur í notkun. Aðgengi að Naloxone eykur öryggi og getur skipt sköpum ef ofskömmtun á sér stað. Árið 2023 heimsóttu 654 einstaklingar Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu alls 5.893 sinnum. Þörfin er mikil og ekkert bendir til að heimsóknir verði færri á þessu ári. Frá opnun neyslurýmisins Ylja í ágúst hafa yfir 110 einstaklingar heimsótt rýmið tæplega 800 sinnum. Þar sem opið er aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum er ljóst að aukið fjármagn er nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar. Einstaklingar sem eiga börn, foreldra, ömmur og afa, frændfólk og vini. Þetta eru einstaklingar sem búa við mikla neyð og þjáningu sem veldur því að þau grípa til örþrifaráða eins og glæpa eða vændis, oftast án valkosta til að breyta aðstæðum sínum. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem virðir það að til eru einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki hætt notkun vímuefna af einhverjum ástæðum. Öll dreymir þó um betra líf – heimili, fjölskyldutengsl, upplifa öryggi eða snúa við blaðinu. Því miður er raunveruleikinn sá að biðlistar í meðferð eru langir og mörg úrræði ófullnægjandi. Aðgengi að fjölbreyttum úrræðum og aukinni sálfræðimeðferð er bráðnauðsynlegt, bæði til að styðja við bataferli og til að fyrirbyggja bakslag. Við erum einnig að horfa á alvarlegri afleiðingar fyrir samfélagið, svo sem aukið ofbeldi og lakari geðheilsu. Kerfin þurfa að vinna saman og grípa fyrr inn í. Ef ekki núna, hvenær þá? Eitt af markmiðum skaðaminnkandi verkefna hjá Rauða krossinum er að lágmarka þann skaða sem felst af því að nota vímuefni. Naloxone spilar þar stóran þátt og með auknu aðgengi og notkun á Naloxone má koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Hægt er að nálgast Naloxone gjaldfrjálst hjá bæði Frú Ragnheiði í síma 788-7123 og hjá Ylju í síma 774-2957. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagsmál Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri. Við sem störfum í verkefninu Frú Ragnheiður, sem rekið er af Rauða krossinum, lýsum yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og viljum vekja athygli á mikilvægi Naloxone, nefúða sem virkar sem mótefni gegn ópíóðum og er auðveldur í notkun. Aðgengi að Naloxone eykur öryggi og getur skipt sköpum ef ofskömmtun á sér stað. Árið 2023 heimsóttu 654 einstaklingar Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu alls 5.893 sinnum. Þörfin er mikil og ekkert bendir til að heimsóknir verði færri á þessu ári. Frá opnun neyslurýmisins Ylja í ágúst hafa yfir 110 einstaklingar heimsótt rýmið tæplega 800 sinnum. Þar sem opið er aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum er ljóst að aukið fjármagn er nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar. Einstaklingar sem eiga börn, foreldra, ömmur og afa, frændfólk og vini. Þetta eru einstaklingar sem búa við mikla neyð og þjáningu sem veldur því að þau grípa til örþrifaráða eins og glæpa eða vændis, oftast án valkosta til að breyta aðstæðum sínum. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem virðir það að til eru einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki hætt notkun vímuefna af einhverjum ástæðum. Öll dreymir þó um betra líf – heimili, fjölskyldutengsl, upplifa öryggi eða snúa við blaðinu. Því miður er raunveruleikinn sá að biðlistar í meðferð eru langir og mörg úrræði ófullnægjandi. Aðgengi að fjölbreyttum úrræðum og aukinni sálfræðimeðferð er bráðnauðsynlegt, bæði til að styðja við bataferli og til að fyrirbyggja bakslag. Við erum einnig að horfa á alvarlegri afleiðingar fyrir samfélagið, svo sem aukið ofbeldi og lakari geðheilsu. Kerfin þurfa að vinna saman og grípa fyrr inn í. Ef ekki núna, hvenær þá? Eitt af markmiðum skaðaminnkandi verkefna hjá Rauða krossinum er að lágmarka þann skaða sem felst af því að nota vímuefni. Naloxone spilar þar stóran þátt og með auknu aðgengi og notkun á Naloxone má koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Hægt er að nálgast Naloxone gjaldfrjálst hjá bæði Frú Ragnheiði í síma 788-7123 og hjá Ylju í síma 774-2957. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í skaðaminnkandi verkefnum Rauða krossins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun